Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 88
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
reyndi að færa fram, séu í raun og veru í samræmi við orð 1. gr., því hann
segir,1) að “hin óskýru og villandi orð í 1. gr. verði að skiljast þannig:
Danmörk og ísland eru í sambandi um sama konung og að öðru leyti í
sambandi um þann samning, er felst í þessum sambandslögum.” Eg get
ekki séð, að það sé neitt óskýrt í orðum 1. gr., því þó greinin sé, eins og eg
áður hefi haldið fram, óheppilega orðuð, þá eru þó orðin nógu skýr og
ekki hægt að leggja í þau þá merkingu, sem Knud Berlin leggur í þau.
Þó samningnum verði sagt upp, hafa ríkin eftir sem áður sama kon-
ung, en um þetta konungssamband eru engin ákvæði í neinum núgildandi
samningi milli ríkjanna.2) Það hvílir upprunalega á “Gamla Sáttmála”
og þar eftir á margra alda hefð.
Hér eftir skulu hinir ýmsu kaflar samningsins athugaðir.
§3. Konungssambandið
1. gr. samningsins frá 1918 (1. gr. 2. atriði í sambandslögunum) segir,
að bæði ríkin séu tekin í heiti konungs. Funder álítur, að það verði að
sjálfsögðu “talið eðlilegt af íslands hálfu, að nafn Danmerkur standi fyrst,
þareð Danmörk er eldra og stærra ríki, en heiti konungs hlýtur að verða
hið sama á íslandi sem í Danmörku.”3) Það var hægt að sjá það fyrir, að
svo mundi ekki verða, þegar ísland var orðið sjálfstætt ríki. Heiti kon-
ungs er því eigi hið sama á íslandi sem í Danmörku; í Danmörku heitir
hann: “Konge til Danmark og Island”, á íslandi: “Konungur íslands og
Danmerkur” o. s. frv. Með því kemur líka ríkisréttarlegur skilnaður
íslands og Danmerkur fram í hinu ytra formi.
Konungserfðir eru þær sömu, sem ákveðnar eru í konungserfðalögun-
um 31. júlí 1853, 1. og 2. gr., sem sé erfðir í karlegg frá Kristjáni kon-
ungi 9. og Lovísu drotningu (§2). Konungserfðaákvæðum má ekki breyta
nema með samþykt beggja ríkjanna. Ekkert var því til fyrirstöðu að
ísland setti íslenzk konungserfðalög, er hefðu í sér fólgin ákvæði hinna
fyrnefndu greina og segði fyrir hvernig íslenzk konungskosning .skyldi fara
fram. Hvað konungserfðalögin snertir hefir þetta líka verið gjört.4)
l)Funder, bls. 211. 2)Knud Berlin Forb. bls. 27.
3) lslenzka fullveldisnefndin hélt fram i skýrslu sinni (nefndarálit bls. 27) að meii'i
hlutinn sé á sama máli og Gjelsvik og Lundborg, “að konungssamband Islendinga við
Dani sé orðið til af hendingu en sé eigi umsamið eða umbeðið. Og er þá á það að
líta, hvort frumvarp þetta gjöri það umsamið konungssamband, eða, hvort 1. g1'-
heyrir til þeim samningi, er felst i þessum sambandslögum eða ekki. Elf hún er eitt
atriði samningsins, þá er eigi heldur nú samið um konungssambandið, og verður
það því áfram að byggjasit á þvi sama og áður. Er hér þá um hreint konungssam-
band að ræða, jafnvel í þessum strangasta skilningi. Enginn mun hafa freistast
til að halda þvi fram, að fyrsta greinin sé eitt atriði samningsins, að minsta kosti eig1
Danir. Þá félli lika konungssambandið undir ákvæði 18. greinar og væri þá upp'
segjanlegt eftir 1940. Þá væri konungssamanbandið augljóst mál.
4) 3. gr. stjómarskrár konungsríkdsins Islands ákveður, að skipun konungserfða er su.
er segir i 1. og 2. gr. konungserfðalaga 31. júli 1853. Konungserfðalögum má ek
breyta nema með samþykki alþingis.”