Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 89
ÞJÓÐARÉTTAKSTAÐA ÍSLANDS
65
í samningnum 1918 eru engin ákvæði um samvinnu Danmerkur og
fslands við konungskosningu. Það væri líka aukaatriði fyrir Danmörku,
þótt í slík íslenzk konungserfðalög væru nú þegar tekin upp ákvæði, er
settu aðrar reglur um konungserfðir, eftir lagalega uppsögn 2. gr. samn-
ingsins 1918. Það er engin ástæða til að ætla, að slíkt ákvæði muni verða
sett, hér eftir, enda er það heldur ekki nauðsynlegt; en það hefir þó hugs-
anlega þýðingu að slá því föstu, að ísland hefir rétt til að gjöra það,
ef það óskar þess.
í 3. gr. segir, að þau ákvæði, er gilda í Danmörku um trúarbrögð
konungs og lögræði, svo og um meðferð konungsvalds þegar konungur sé
sjúkur, ólögráður, eða staddur utan beggja ríkjanna, skuli einnig gilda á
tslandi. Ef Danmörk breytir þessari grein með sérstökum lögum, án
hess að gjöra nýjan samning við ísland, þá myndu hin nýju ákvæði ekki
gilda á íslandi.
í 3. gr. eru ákvæði, sem hægt er að misskilja. Danmörk hefir engin
ákvæði um meðferð konungsvalds, er konungur er staddur utan “beggja”
^íkjanna. 8. gr. talar aðeins um “fjarveru” konungs, þ. e. dvöl hans utan
Danmerkur. Eins og Knud Berlin heldur réttilega fram,1) hættir kon-
ungurinn að ríkja í Danmörku, er hann fer til íslands, en á íslandi ríkir
hann, bæði þegar hann dvelur í Danmörku og á íslandi.
Samanborið við önnur ákvæði 3. gr. skal það tekið fram að þetta er
vissulega ekki í samræmi við anda og merkingu samningsins 1918, að
tegar ríkisstjóri skal kosinn af öðrum en konungi, eða þegar danska ráðu-
«eytið samkvæmt hinum dönsku lagafyrirmælum skal um tíma hafa
stjórnina á hendi, skuli danska ríkisþingið kjósa ríkisstjóra fyrir ísland
°g danska ráðuneytið fara með konungsvaldið fyrir ísland (þar sem hin
stjórnarfarslega ábyrgð hvílir auðvitað á íslenzku ráðherrunum). Knud
■^erlin telur slíkan möguleika hugsanlegan.2) En þó ísland sem fullvalda
víki, geti látið binda sig á þennan hátt,3> þá er það alveg óhugsandi og
astæðulaust, að það, jafnvel þó eigi væri nema um stuttan tíma að ræða,
ftiundi vilja veita Danmörku þvílík réttindi. Úr málinu er hægt að leysa
^eð samningi milli íslands og Danmerkur, en meðan enginn slíkur samn-
lngur er gjörður, ætti þetta að verða þannig í framkvæmdinni, ef svo
elíklega skyldi til takast að slíkt kæmi fyrir meðan 3. gr. er í gildi, að
alþingi skipaði ríkisstjóra á íslandi og íslenzka ráðuneytið færi með
stjórnina.
í 4. grein er því slegið föstu, að konungur geti ekki verið þjóðhöfðingi
DKnud Berlin, Forb. bls. 45. 2)Knud Berlin, Forb. bls. 45.
gr- hinnar íslenzku stjómarskrár frá 1920 er svohljóðandi: “Ákvæði þau er glltu
• aes. 1918 í Danmörku um trúarbrögð konungs og lögræði, svo og um meðferð kon-
skgfValds’ ÞeS'ar konungur er sjúkur, ólögráður, eða staddur utan beggja ríkjanna,
stiA einnig gilda á Islandi.” Vegna þess, að þessi grein er tekin upp í íslenzku
j, 10rnarskrána, er stjórnarskrárbreyting nauðsynleg, ef svo færi, að 3. gr. yrði af-
Umin eða henni yrði breytt. Annars hefði hún ekki verið nauðsynleg.