Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 92
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þó þarf það ekki nauðsynlega að vera forsætisráðherra, sem hefir á hendi
utanríkismál íslands; það má láta annan ráðherra fara með þau. f
Reykjavík er sérstakt stjórnarembætti fyrir utanríkismálin. Þar að
auki er þar þingnefnd sem hefir yfir þeim að segja.
Þar sem Danmörk hefir aðeins umboð fyrir íslands hönd til að fara
með íslenzk utanríkismál, eru fyrirskipanir um þau gjörðar heima. Ákvæð-
ið í samningnum 1918 er samningsatriði, þar sem umboð til meðferðar
vissra mála er gefið um ákveðinn árafjölda. Stjórn íslands er umboðs-
gjafinn, og stjórn íslands gefur fulltrúunum leiðbeiningar um, hvernig
fara skuli með hlutaðeigandi mál.D Knud Berlin tekur það réttilega fram,
að ísland hafi sín eigin utanríkismál,1 2) en hann misskilur 7. gr., er hann
segir,3> að fsland geti ekki, meðan sambandslögin séu í gildi, “að réttu
lagi stofnað sambönd við útlönd upp á eigið eindæmi,” og að konungur
íslands geti heldur ekki í embættis nafni samtímis “komið fram fyrir
hönd fslands út á við og gjört samninga við önnur ríki, óviðkomandi
Danmörku.” Auðvitað getur ísland gengið í sambönd við erlend ríki og
gjört samninga við þau — það hefir líka komið fyrir við ýms tækifæri; en
samkvæmt 7. gr. samningsins 1918 lætur það dönsku sendisveitirnar fai*a
með fullveldisréttindi sín, í þessum málum.
Verzlunarmál sín felur það dönsku ræðismönnunum. Það er alls
ekki óvenjulegt, að fullvalda ríki feli mál sín á þennan hátt sendisveitum
og ræðismönnum annara ríkja. Luxemburg lætur t. d. samkvæmt samn-
ingi við Belgíu frá 1921, belgisku ræðismennina fara með mál sín í þeim
löndum, þar sem stórhertogadæmið hefir enga sérstaka ræðismenn, og
Spánn, sem engan sérstakan sendiherra hefir í Teheran, hefir gefið
Frakklandi umboð til þess að fara með spænsk viðskifti í Persíu.4)
Knud Berlin virðist,5) að umboð það, er fsland hefir gefið Danmörku
til að hafa milligöngu í utanríkismálunum sé ekki sambærilegt við “hið
algenga fyrirkomulag,að ríki gefi öðru ríki umboð til þess að fara með
mál sín í útlöndum, þar sem það sjálft hefir engan sendiherra.” Þegar
svo stendur á, álítur hann að ekki sé annast um pólitísk mál ríkis þess
sem umboðið veitir. Eg er fullkomlega sammála honum í þessu, en eg
1) Utanríkisráðherra Danmerkur er aðeins handhafi þess embættisumboðs í utanríkis-
málunum, sem Island samkvæmt 1. gr. samningsins 1918 hefir gefið Danmörku um-
boð itil að fara með. I ísienzka textanum stendur að Danmörk fari með utanríkismál
Islands “í umboði þess”, “paa Islande Vegne” á dönsku. Sama orðið “umb'oð” er
meðal annars í formála dansk-íslenzka samningsins frá 1930, sem setur reglur um
sættagjörðir í deilumálum, þar sem sagt er um umboðshafana, að þeir hafi fengið
gildandi umboð til þess að gjöra samninginn. I íslenzka textanum eru orðin “með
gildu umboði” notuð, í danska textanum orðin “med behörig Bemyndigelse”.
2) Knud Berlin, Forb. bls. 34. 3)Knud Berlin, Forb. bls. 49.
4) 1 Islenzku sjólögunum eru í staðinn fyrir orðin “danskur ræðismaður” orðin “ís"
lenzkur ræðismaður, eða sá, er fer með vald hans í umboði Islands”.
5) Knud Berlin. En ny nordisk union, í “Statsvetenskaplig Tidskrift”, Lund 1920,
Band 23, bls. 92.