Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 96
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Hans hátign konungur fslands og Danmerkur og hans hátign konung-
ur Spánar, sem óska að styrkja þau vináttubönd, er tengja saman ísland
og Spán og jafna deilur þær, er kynnu að rísa milli landanna í samræmi við
hin hágöfugu fyrirmæli þjóðréttarins, hafa ákveðið að gjöra samning sín
á millum í þessum tilgangi og hafa skipað til þess fulltrúa sína: Hans
hátign konungur íslands og Danmerkur: Monsieur Peter Rochegune
Munch, Docteur des lettres, utanríkisráðherra Danmerkur, hans hátign
konungur Spánar: Monsieur Vicente Guterrez de Aguera, sinn sérstaka
umboðsmann og sendiherra í Danmörku, sem með gildu umboði hafa
komið sér saman um þær ráðstafanir er hér segir . . .
Samningur sá, er gjörður var á Þingvelli 1930 milli fslands og Sví-
þjóðar um friðsamlega lausn deilumála hefst þannig, (á sænsku og ís-
lenzku: “Hans hátign konungur íslands og Danmerkur og hans hátign
konungur Svíþjóðar, sem óska eindregið að styðja þá viðleitni að jafna á
friðsamlegan hátt milliríkjadeilumál, hafa með það fyrir augum, komið
sér saman um, að gjöra samning um friðsamlega lausn deilumála, sem
kunna að rísa milli íslands og Svíþjóðar, og hafa útnefnt sem fulltrúa
sína til þess að gjöra slíkan samning: Hans hátign konungur íslands og
Danmerkur: Forsætisráðherra íslands Tryggva Þórhallsson, og hans
hátign konungur Svíþjóðar: Sendiherra sinni í Kaupmannahöfn Oskar
Anton Herman Ewerlöf, sem með gildu umboði hafa orðið ásáttir um
eftirfylgjandi ákvæði . . .”
Og samningurinn milli Danmerkur og íslands frá 1930 um aðferðina
við úrlausn deilumála byrjar með þessum inngangi:
“Hin Konunglega íslenzka og hin Konunglega Danska Ríkisstjórn,
sem óska eindregið að styðja að því, að deilumál milli landanna verði út-
kljóð með gjörðardæmi hafa með það fyrir augum, komið sér saman
um að ákveða með samningi aðferðina við að leysa úr slíkum deilumálum,
sem kynnu að rísa milli fslands og Danmerkur, og hafa útnefnt sem full-
trúa sína:
Hin Konunglega íslenzka Stjórn: Herra Forsætisráðherra Tryggva
Þórhallsson.
Hin Konunglega Danska Stjórn: Herra Ríkisráðherra Th. Stauning,
sem með gildu umboði hafa orðið ásáttir um það sem hér fer á eftir . . ■”
Sá fyrsti hinna ofannefndu samninga er sýnishorn af þeim samn-
ingum, er gjörðir eru fyrir milligöngu Danmerkur; hinn annar, þeirra, sem
gjörðir eru án milligöngu danskra stjórnarvalda, og sá þriðji, þeirra, sem
gjörðir eru milli Danmerkur og íslands. Textinn er tekinn eftir íslenzkri
heimild, og eins og sést á honum, er ísland samkvæmt kurteisis venju
nefnt fyrst í íslenzka textanum, og einnig í heiti konungs.
Samkvæmt 15. gr. samningsins 1918 ákveður hvort landið fyrir sig,
hvernig fara skuli með hagsmunamál ríkisborgara sinna í öðrum löndum-