Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 106
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Með bandalaginu við Danmörku gekk ísland í óskipulagt bandalag
við hið danska ríki. Þannig er einnig farið sambandsafstöðu ríkjanna
hvors til annars, þar sem ísland er eingöngu í persónusambandi við Dan-
mörku. Þjóðhöfðinginn er af tilviljun hinn sami. Eg hefi þegar skýrt
þetta í hinu réttarsögulega yfirliti mínu; þegar litið er til samningsins
1918, þá er aðeins um persónusamband milli Danmerkur og íslands að
ræða. Konungssambandið er ekki liður í þessum samningi. Konungs-
erfðir eru hinar sömu í báðum ríkjunum samkvæmt konungserfðalögunum
frá 1853, 1. og 2. gr. Þar er þó ekkert ákveðið um það, hvað gjöra skuli,
ef konungsættin deyr út og kjósa skal nýjan konung. Þá getur Danmörk
kosið annan konung en ísland. Að konungskosning þurfi fram að fara
fyrir 1943 er ósennilegt; en á því ári getur ísland afnumið alveg hin sam-
eiginlegu konungserfðalög. Að samningurinn 1918 muni verða endur-
skoðaður virðist mega ráða af fyrirspurn er gjörð var á alþingi 1928 og
svari forsætisráðherra við henni, og ummælum helztu leiðtoga þingsins.
Einar Arnórsson álítur, ef eg skil hann rétt, að sambandsafstaða
Danmerkur og íslands, hvors til annars, hafi skapað nýtt réttarhugtak
nokkuð sem er mitt á milli persónu- og ríkjasambands.1) Knud Berlin
segir, að “sambandið milli íslands og Danmerkur sé hægt að nefna ríkja-
samband, að minsta kosti svo lengi sem sambandssamningnum er ekki
sagt upp, en eftir þann tíma, jafnvel þó konungssambandinu verði haldið
áfram, beri að skoða það sem hreint persónusamband.”2 3)
Axel Möller, Heilborn, Kunz, Remertz, og Waldkirch^) hallast að
skoðuninni um ríkjasamband, en v. Liszt, Strupp, Schuecking-Wehberg,
Vanselov og Regelspergler m. a. að skoðuninni um persónusamband.4)
1) Einar Arnórsson Völk, bls. 72. — I riti sínu “Þjóðréttarsamband íslands og Dan-
merkur bls. 30 telur hann sambandið vera rikjasamband.
2) Knud Berlin, Forb. bls. 38. Sömu skoðunum heldur hann fram í ritd sínu "Dansk-
islandsk ForbuMdslov for Domstolene” í “Ugeskrift for Retsvæsen” frá 18. jan. 1930,
segir hann: “Island og Danmörk, siðan 1918, er ekki lengur hægt að skoða
sem eitt kommgsriki, eða ríki heldur eingöngu sem tvö fullvalda riki í persónu —
eða ríkjasambandi.”
3) Axel Möller, Folkeretten I, Kaupmannahöfn 1925, bls. 87; P. Heilbom, Wörterbuch
des Völkerrechts und der Diplomatie I, bls 595; Josef Kunz, Die Staatenverbindungen,
Stuttgart 1929 bls. 414; E. v. Waldkirch, Das Völkerrecht, Basel 1926, bls. 128.
4) v. Lászt, Das Völkerrecht, herausgegeben von M. Fleischmann, Berlin 1925, bls.
7, 97; W. Schuecking und H. Wehberg, Die Satzung des Völkerbundes 1919, Berlin
1924, bls. 254; Karl Strupp, Theorie und Praxis des Völkerrechts, Berldn 1925, bls. 10;
E, Vanselov, Völkerrecht, Berlin 1931, bls. 64; og Gustave Regelspergler, L’Islande
nouvel Etat indépendant i “Revue des soiences politiques”, 15. júní 1920, Paris, bls-
414. — Remertz heldur þvi fram í riti sínu “Die staatsrechtliche Stellung Islands
bls. 57, að Island sé eftir 1918 í ríkjasambandi við Danmörku. I grein sinni “Island
und Danemark” í Nordische Rundscihau, Heft 3, 1928, bls. 130 álítur hann, nð ?ani'
bandslögin 1918 séu “nýmyndun á sviði ríkis- og þjóðréttar” og virðist þetta samban
vera næst því að vera rikjasamband. Hann segir: “En það er auðsætt, i
dansk-íslenzka sambandið er harla ólikt hinu fyrverandi austurrísk-ungverska og
sænsk-norska ríkjasambandi og þessi mdsmunur hefir orðið til þess, að nokkrir ríkis-
réttarfræðingar telja sambandið eingöngu persónusamband. Þannig telur Ragna
Lundborg það vera persónusamband í sambandi við ríkjabandalag.”