Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 109
Eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur
Hafliða á Grund hefði, orðið þungt
um mál og ómögulegt að tala skipu-
lega, ef hann hefði átt að segja hugs-
anir sínar upphátt, þar sem hann
stóð og horfði yfir gullinn hveiti-
akurinn sinn. Hver hugsunin rak
aðra, hann hugsaði um fortíð og
framtíð jöfnum svifum. Stríð, fá-
tækt, skuldir og vonleysi þessara
síðustu þurka ára láu nú að baki
honum, en framtíðin — gullinn ak-
urinn — brosti við honum.
Hafliði gjörði sér ekki beinlínis
grein fyrir því, að gleði hans og feg-
inshugur fyltu sálu hans lofsöng, að
hann kvað í huga sér þakkar og
gleðisöngva guði gróandans fyrir þá
gnægð, er jörðin bar nú í skauti
sínu. Það var því líkast að himin og
jörð hefðu tekið höndum saman, í
sumar, til að bæta fyrir gróðurleysi
undanfarinna ára.
Viðskifti við veður og vinda verða
heim stundum að ægilegum sorgar-
ieik, sem lifa á því að yrkja jörð-
ina. Þurkatíð, frostnótt eða haglél
koma fyrirvaralaust. Varnarlausir
standa þeir menn, er stríða við nátt-
úruöflin sjálf í þessu stórfelda
glæfraspili akuryrkjunnar, þar sem
menn eiga alt á hættunni sumarið
út.
Hafliði var ör og æstur, næstum
hví ölvaður af gleði yfir unnum
sigri í þetta skiftið, — hver taug
var strengd og stemd eins og streng-
Ur í hljóðfæri. Engir nema þeir,
sern rækta jörðina, skilja hvaða
seiðmagn fylgir því, hve mikla gleði
og fullnæging jörðin gefur þeim
börnum sínum, sem skilja hana, sem
unna henni, sem eigi rupla með
höndum eyðileggingarinnar forða-
búr hennar. Sú fullnæging, er því
fylgir að vaka yfir og vernda gróð-
urinn, veitist þeim einum, sem það
gjöra. Og þeirra eru líka vonbrigð-
in og sársaukinn, þegar umhyggja
og vinna verða að engu. Þegar
jörðin liggur gróðurlaus, skrælnuð
og brunnin, sundur sprungin í sárum
og byrjar að blása upp, þá verður
mönnum, sem elska landið, eins og
Hafliði gjörði, þungt um hjarta-
ræturnar. Honum hafði fundist að
hann skrælna upp líka, missa fót-
festu og vera að tapa af sjálfum sér
í lífsbaráttunni. Landið sem hafði
fóstrað hann og fætt frá barnæsku
var honum heilög jörð. Þar var líf
hans og æfistarf, þar var sál hans
samgróin moldinni og hverju strái.
Nú var alt þakið gróðri, garðar,
akrar og engi svo vel sprottið, að
hann mundi varla annað eins. Jörðin
var þrungin af gróðrarmagni og frá
henni drakk hann í sig nýtt afl, auk-
inn kjark og framtíðarvonir.
Hafliði hélt af stað heimleiðis í
hægðum sínum. Ef hitinn hefði verið
skaplegri og loftið ekki svona kvas-
andi og þungt, hefði hann hlaupið
við fót, svo létt var honum í skapi. f
huga sér óskaði hann þess að veðrið
yrði ögn svalara næsta dag, því að í
býtið með morgninum ætlaði hann
að byrja á hveitislættinum. Nú var