Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 113
TRAUSTIR MÁTTARVIÐIR
89
frá. Hafliði, sem var staddur lengra
burtu, hafði grenjað í hana að koma
undan trénu og komið hlaupandi í
áttina til hennar. Óviljug að fara
úr skjólinu hafði hún samt hlýtt
og hljóp á móti honum, en hún var
ekki komin nema dálítinn spöl frá
trénu þegar eldingu sló í það. Hún
hafði orðið svo hrædd að hún hafði
staðið skjálfandi á beinunum, og
eins og þrumulostin og grátið án
þess að koma upp nokkru orði. Haf-
liði hafði orðið svo hræddur að hann
var hás og hastur í máli þegar hann
komst til hennar og vítti hana fyrir
heimskuna að hlaupa undir tréð í
þrumuveðri. Þegar þau voru komiu
heim hafði hann sagt henni gamla
Indíána munnmælasögu á meðan þau
v°ru að jafna sig: Þrumuveður or-
sakaðist þannig, að voðalegur risa-
vaxinn eldgammur flaug með ógur-
legum hraða í loftinu. Stormurinn
stafaði frá vængjasúgnum og eld-
lngarnar voru fjaðrir, sem hann
feldi á svifhröðu fluginu. Þær
hrápu alt líf, sem fyrir þeim varð,
nema skjaldbökuna, því hún hjúfr-
aði sig undir skelinni, sem ekkert
yann á. Þegar gammurinn var flog-
lnn hjá, linti eldingunum og óveðr-
mu og sólin skein aftur í heiði, þá
fór skjaldbakan aftur á kreik eins
eS ekkert hefði í skorist, rak höfuð-
jð út í sólskinið, og hélt áfram sinni
nsegu göngu. En menn og skepnur.
ng trén, sem stóðu stolt og há og
nðu öllu byrginn, voru brotin og
rend og höfðu fallið fyrir fjöðrum
fammsins. — Nei, hún gat aldrei
lnsað
veðri,
sig alveg við óttann af þrumu-
Alt í einu var eins og drægi of-
boðlítið úr veðrinu og þrumurnar
voru að fjarlægjast. Þórhildi létti
fyrir brjósti. Þetta veður var þá að
líða hjá, en rétt í sama bili skall
haglið á húsinu, lamdi það utan eins
og grjóthríð. Þarna var síðasta
áfallið! Alt yrði eyðilagt með þessu
voðalega hagléli. Það fór hrollur
um Þórhildi og hún kreisti fingurnar
í stömum köldum lófunum. Þarna
var það að ské, sem hún hafði undir
niðri óttast, síðan þau vöknuðu við
þrumuhljóðið, hún hafði ekki viljað
leyfa sér að hugsa um hagl, heldur
reynt að hafa hugann á því, hve
hrædd hún var við eldingarnar, til
að forðast þann óttann sem lá eins
og bjarg á huga hennar að svona
mundi veðrið enda — með hagli og
algjörðri eyðileggingu á ökrunum.
Það var aumt að vera þannig
settur, að ein óveðursnótt gæti kom-
ið mönnum á vonarvöl, komið á kné
dugnaði, ráðdeild og sjálfstæðisþrá.
Hana langaði til að hrópa hástöfum
út í storminn, með þessari voldugu
innri rödd, sem knýr mennina til að
etja kappi við ofurefli. Hana lang-
aði til að fara út og berjast við eitt-
hvað, sem hún gæti fest hendur á,
en það festa engir hendur á hagli og
hvassviðri.
Þóz*hildur hafði hvað eftir annað
séð andlit Hafliða þegar eldinga-
glömpunum brá fyrir, festulegt,
kjarklegt og alvarlegt, iþar sem hann
stóð grafkyr og þögull og horfði út
í veðrið. Hún sá líka inn í hug
hans og hjarta. Hún vissi svo vel,
að þegar honum var þungt í skapi
mundi hann sízt æðrast, en bera
það með þögninni. Hann vildi ekki
láta upp skátt þann beyg, sem hann
bar í brjósti núna. Hún fann að
hugsanir þeirra reikuðu á ;sömu