Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 114
90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sviðum, og hún skildi hvað þessi
ósigur var honum þungur, hún skildi
vonbrigði hans yfir því að geta ekki
staðið við loforð sín eins og ærlegur
maður, borgað skuldir og skatta og
verið sjálfbjarga. Hún vissi að það
var andlegur dauði fyrir Hafliða að
verða svikari, að geta ekki lifað eftir
þeim mælikvarða, sem trúmenska
hans, drengskapur og hugsjónir
heimtuðu. Hafliði 'hafði lánstraust,
en hvað lengi, ef hann gat ekki stað-
ið í skilum? Og svo yrðu þau að
krjúpa í duftinu, missa jörðina og
enda þannig búskapinn. Skríða í
duftinu, |hún hataði að þurfa að
krjúpa og skríða — eins og þeir,
sem eru upp á aðra komnir, verða
að gjöra — nei, einhvernveginn
urðu þau að reyna að bjargast af,
bíða eftir að betur viðraði — eins
og skjaldbakan. — Vísdómur sög-
unnar var óneitanlegur, það var
þýðingarlaust að deila við blind nátt-
úruöfl. Eina ráðið var að standa af
sér istorminn. Hún fór í huga sér
að telja fram það, sem þau höfðu
til að lifa á yfir veturinn. Þau áttu
næga matbjörg fyrir sig, og þess-
ar fáu skepnur, sem þau áttu,
voru feitar undan sumrinu og í góðu
standi og meir en nóg af fóðri fyrir
þær. Klæðlaus voru þau, og alt var
af sér gengið og þurfti aðgjörðar á
einhvern hátt, en þau gátu lifað í
vetur, beðið næsta árs, skriðið undir
skelina.
Þórhildur hrökk saman, ísmoli
sprengdi rúðuna í glugganum, sem
þau stóðu við. Hún leit snögglega
til Hafliða og sá við gráa morgun-
skímuna andlit hans og augu. Hún
kannaðist við þetta augnaráð, það
tilheyrði þeim, sem höfðu beðið ó-
sigur og urðu að sjá á bak draumum
sínum. Hvað gat hún sagt til að
láta hann finna samúð sína og skiln-
ing, láta hann vita, að hún stæði
með honum, ekkert væri henni f jarr
skapi en það að láta yfirbugast eða
leggja árar í bát, þótt eldur og ís
hefðu gengið um garð og sporin
yrðu eyðilegging og dauði — eyði-
legging á lífsbjörg þeirra og dauði
vona þeirra.
Vonleysis og þreytutár stóðu í
augum hennar og hún brá handar-
bakinu snögglega upp að augunum,
áður en tárin hryndu. Hafliði greip
þegjandi um hönd hennar og þrýsti
henni og vermdi í lófa sínum, Þór-
hildur svaraði með hlýju, sterku
handtaki, og án þess að gjöra sér
beinlínis grein fyrir því að hún
hugsaði upphátt, sagði hún:
“Það verður góð uppskera næsta
ár, öll él birta upp um síðir.”
Hafliði bar hönd hennar upp að
vörum sér og hún fann að þær titr-
uðu. Eftir andartak svaraði hann
hrærður:
“Eg var að hugsa um þaö sama,
— héðan fer eg ekki fyr en eg er
dauður, ef eg fer þá.” Svo hélt
hann áfram og nú var röddin styrk:
“Þú hefir isterka hönd Þórhildur,
það er lífskraftur í henni, það hefi
eg lengi vitað. Eg var einu sinni
næstum því dauður, en hin hlýja
hönd þín slepti mér ekki. Eg fann
ást þína í handtakinu núna engu
síður en þá.” Þórhildur gat engu
svarað, en tárin runnu hægt niður
kinnar hennar. Hafliði hélt áfram
hægt og rólega, en eins og þreyttui’
maður talar: “Þú manst sjálfsagt
eftir því þegar eg lá veikur hérn:i
um árið, að þá sagðir þú mér frá