Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 127

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 127
EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI 103 mjög á hana stara eiga það á hættu að verða að steingjörfingum í túlkun listar sinnar. Myndin virðist mér birta það mjög svo berlega, þve rót- tækur og þrunginn guðmóði veg- söguþorsins að Einar er, og hve fjærri skap hans er, öll eftirstæling eða útþynning á hugsunum annara manna. “Alda Aldanna” er ein af hinum stórfeldu myndum hans. Lengi hef- ir hún í smíðum verið, frá árunum 1894—1905. Aldan sogast sem ský- strokkur í hvirfingu upp úr djúpi hafsins í konu líki og hún dregst upp úr djúpinu, upp til himins. — “Seidd af sogandi þrá”. Snildina telur dr. Guðmundur Finnbogason vera 1 því fólgna “hvernig að lista- maðurinn samþýðir vaxtarlag og hreyfingu hafsveifsins og konunnar, svo að líkami hennar er lifandi í- mynd löngunarinnar að hefjast hærra og verða því íturskapaðri sem ofar kemur í loftið og Ijósið.” Eg vek athygli á myndinni “Dög- un”, (1896—1906) það er þjóðsagan forna um tröll sem nemur konu burt úr bygð, en dagar uppi á fjöllunum og verður að steini. Meðal glæsi- legustu stærri mynda á safni Einars eru myndirnar af Ingólfi Arnarsyni og Þorfinni Karlsefni. Andi æfin- týra og frjálsmennsku hvílir yfir þeim. — Búningurinn einkar fagur og' viðeigandi. “Samvizkubit” er ó- gleymanleg mynd af manni er kvelst af óttalegu sálarstriði. Minningarn- ar sækja að honum og hrópa inn í eyru hans því, er hann helzt vildi gleyma; og opna augu hans er lokast vildu við ásakandi atburðum hins Hðna. “f Tröllahöndum”, er fágæt °g þjóðleg mynd, bygð á þjóðsögu. “Guðmann ungi”, verður fangi hjá tröllunum Vana og Steingerði. — “Glíman”, er stór og vegleg mynd, táknar baráttuna milli hins illa og góða í sálu manns. “Minnismerki Hallgríms Péturssonar”, er stórfelt og margþætt listaverk, sem eitt og útaf fyrir sig er efni í langt erindi. Nú vil eg þá nema staðar og at- huga ofurlítið nánara þær myndir, sem eru umtalsefni mitt. Þá verður myndin “öreigar”, frá árinu 1904 fyrst fyrir okkur; hún er stand- mynd úr bronzi; kona og maður leiðast. Konan styður sig við hlið mannsins. Maðurinn leiðir einnig litla stúlku sér við hönd. Öll merki eymdar og vonleysis eru hér sýnileg bæði í fasi, framkomu og klæðaburði þeirra; en einnig í svip þeim sem yfir persónunum hvílir. Svo talandi mælsk er myndin í þögn sinni, að hún eltir mann löngu eftir að hún er horfin sjónum. ósjálfrátt koma fram í huga orð Gests heitins skálds Pálssonar í “Betlikerlingunni”: “Hver skýra kann frá þrísund og plágum öllum þeim, sem píslarvottar gæfunnar líða hér í heim.” Samúð listamannsins með oln- bogabörnunum, skilningur hans á kjörum þeirra, — skygni hans á bennimarki fátæktarinnar sem þau eru stimpluð með, samfara leikni hans að lýsa áhrifum örbirgðarinn- ar eru fágæt og ógleymanleg. Hann skilur til hlítar þær rúnir sem fá- tæktin ristir á æfikjör manna. — Einari Jónssyni skilst það, að margt af því sem aflaga fer í mannheimi: sorgir lífs og gæfubrestur þess eiga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.