Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 127
EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI
103
mjög á hana stara eiga það á hættu
að verða að steingjörfingum í túlkun
listar sinnar. Myndin virðist mér
birta það mjög svo berlega, þve rót-
tækur og þrunginn guðmóði veg-
söguþorsins að Einar er, og hve
fjærri skap hans er, öll eftirstæling
eða útþynning á hugsunum annara
manna.
“Alda Aldanna” er ein af hinum
stórfeldu myndum hans. Lengi hef-
ir hún í smíðum verið, frá árunum
1894—1905. Aldan sogast sem ský-
strokkur í hvirfingu upp úr djúpi
hafsins í konu líki og hún dregst
upp úr djúpinu, upp til himins. —
“Seidd af sogandi þrá”. Snildina
telur dr. Guðmundur Finnbogason
vera 1 því fólgna “hvernig að lista-
maðurinn samþýðir vaxtarlag og
hreyfingu hafsveifsins og konunnar,
svo að líkami hennar er lifandi í-
mynd löngunarinnar að hefjast
hærra og verða því íturskapaðri
sem ofar kemur í loftið og Ijósið.”
Eg vek athygli á myndinni “Dög-
un”, (1896—1906) það er þjóðsagan
forna um tröll sem nemur konu burt
úr bygð, en dagar uppi á fjöllunum
og verður að steini. Meðal glæsi-
legustu stærri mynda á safni Einars
eru myndirnar af Ingólfi Arnarsyni
og Þorfinni Karlsefni. Andi æfin-
týra og frjálsmennsku hvílir yfir
þeim. — Búningurinn einkar fagur
og' viðeigandi. “Samvizkubit” er ó-
gleymanleg mynd af manni er kvelst
af óttalegu sálarstriði. Minningarn-
ar sækja að honum og hrópa inn í
eyru hans því, er hann helzt vildi
gleyma; og opna augu hans er lokast
vildu við ásakandi atburðum hins
Hðna. “f Tröllahöndum”, er fágæt
°g þjóðleg mynd, bygð á þjóðsögu.
“Guðmann ungi”, verður fangi hjá
tröllunum Vana og Steingerði. —
“Glíman”, er stór og vegleg mynd,
táknar baráttuna milli hins illa og
góða í sálu manns. “Minnismerki
Hallgríms Péturssonar”, er stórfelt
og margþætt listaverk, sem eitt og
útaf fyrir sig er efni í langt erindi.
Nú vil eg þá nema staðar og at-
huga ofurlítið nánara þær myndir,
sem eru umtalsefni mitt. Þá verður
myndin “öreigar”, frá árinu 1904
fyrst fyrir okkur; hún er stand-
mynd úr bronzi; kona og maður
leiðast. Konan styður sig við hlið
mannsins. Maðurinn leiðir einnig
litla stúlku sér við hönd. Öll merki
eymdar og vonleysis eru hér sýnileg
bæði í fasi, framkomu og klæðaburði
þeirra; en einnig í svip þeim sem
yfir persónunum hvílir. Svo talandi
mælsk er myndin í þögn sinni, að
hún eltir mann löngu eftir að hún er
horfin sjónum. ósjálfrátt koma
fram í huga orð Gests heitins skálds
Pálssonar í “Betlikerlingunni”:
“Hver skýra kann frá þrísund
og plágum öllum þeim,
sem píslarvottar gæfunnar
líða hér í heim.”
Samúð listamannsins með oln-
bogabörnunum, skilningur hans á
kjörum þeirra, — skygni hans á
bennimarki fátæktarinnar sem þau
eru stimpluð með, samfara leikni
hans að lýsa áhrifum örbirgðarinn-
ar eru fágæt og ógleymanleg. Hann
skilur til hlítar þær rúnir sem fá-
tæktin ristir á æfikjör manna. —
Einari Jónssyni skilst það, að margt
af því sem aflaga fer í mannheimi:
sorgir lífs og gæfubrestur þess eiga