Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 128

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 128
104 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA beinlínis og óbeinlínis rót sína að rekja til fátæktar og margþættrar eymdar, sem henni eru samfara meðal mannanna. Næsta myndin sem eg bið ykkur að dvelja huga við um litla stund er lágmyndin “Morgunn”, nr. 37. — Þetta er Gyðju eða konu mynd. Hún horfir djarft með sjónfránum augum mót árdagssól. Báðar hendur réttir hún fram mót nýjum degi. Dreglum klæðis er hún sveipuð yfir vinstri armlegg, fellur endi dregilsins um öxl og háls hennar, myndar hann þannig boga. f faðmi sér heldur hún á mannlegri veru — barni er stendur við vinstri arm hennar í boga dregilsins og horfir hátt mót austri. Við hægri armlegg gyðj- unnar stendur fálki og horfir sjón- fráum augum til dagsins nýja. Það er útþráin og eftirvæntingin sem mér virðist lýsa sér í svip þeirra allra. Ef til vill er þetta táknræn mynd af sjálfu mannlífinu. Þrotnir að þreki og kröftum ganga menn oft grátnir að beði að aftni dags. En svo koma græðihendur svefnsins. — Með nýjum degi mæta menn önnum og ábyrgð annars dags, öruggir og endurhrestir væntandi mikils af tækifærum hans. Nýjar vonir vakna til flugs. Hugfangnir og heillaðir hefja menn vegferð lífsins á ný, og skapa sér bjartar vonir um daginn sem er nýrisinn úr sæ. Ef til vill á fálkinn á myndinni, að tákna þá svifhæð sem er einkenni göfugs anda. — Oft hefir svifhæðin auðkent hinn íslenzka anda. Ein- angrun er í svifhæðinni fólgin, en einnig styrkur hins innri máttar. íslendingurinn, þótt hann sé al- heimsborgari, að sumum lyndisein- kunnum til, er þó oft seinn að selja af hendi, að ófyrirsynju, andans óðul þau, er hann hefir að arfi tekið. Hann heldur oft í forn verðmæti ættbálksins. Þótt leiðir hans liggi fjarri fósturjarðarströndum, í dreif- ingu Vesturálfu, í Norður eða Suður Ameríku — alt í frá Höfðaborg í Suður-Afríku að heimsskautsbaug, einkennir útsýn anda hans og hug- sjóna hans hann frá öðrum mönnum. Hann finnur oft yl og styrk sinni eigin sál í umhugsun um sögu, söngva og sérkenni ferða sinna, að fornu og nýju. Þannig frelsast hann frá hversdagsleik þeim — og hópsálar einkennum sem of mjög gætir í samtíð vorri, hvert helzt sem að litið er. — Þessu næst bið eg yður að “á”, um stund, við aðra mynd Einars, sem er af sama flokki mynda hans og framhald þeirrar er nú var um getið. Þessi mynd heitir “Kvöld”. Alt viðhorf myndarinnar ber á sér einkenni aftansins. Hér getur að líta ljúfa mynd af konu, er lýtur að höfði barns, sem hún heldur sér í faðmi, og hvílist það við brjóst hennar. — Þreyta, hvíld og örugg- leiki barnsins er öllum augljós sem virða mynd þessa fyrir sér. Dökk dragtjöld eru baksýn myndarinnar. Móðirin hygg eg að tákni vernd al- föðursins góða. Salartjöld húmsins færast nær svo rökkrið hylji þreytta barnið, eftir leiki og annir umliðins dags. Athuguð í heild, boðar mynd- in ljúfa kvöldkyrð, og andar aftan- friði að sálu manns. Hún minnir á dýrð guðs og nálægð hans, er hefir löngum birst íslands börnum eftir- minnilegust í aftanskini sólarlagsins, í gullþiljum þeim er léku að aftni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.