Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 128
104
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
beinlínis og óbeinlínis rót sína að
rekja til fátæktar og margþættrar
eymdar, sem henni eru samfara
meðal mannanna.
Næsta myndin sem eg bið ykkur
að dvelja huga við um litla stund er
lágmyndin “Morgunn”, nr. 37. —
Þetta er Gyðju eða konu mynd. Hún
horfir djarft með sjónfránum augum
mót árdagssól. Báðar hendur réttir
hún fram mót nýjum degi. Dreglum
klæðis er hún sveipuð yfir vinstri
armlegg, fellur endi dregilsins um
öxl og háls hennar, myndar hann
þannig boga. f faðmi sér heldur
hún á mannlegri veru — barni er
stendur við vinstri arm hennar í
boga dregilsins og horfir hátt mót
austri. Við hægri armlegg gyðj-
unnar stendur fálki og horfir sjón-
fráum augum til dagsins nýja.
Það er útþráin og eftirvæntingin
sem mér virðist lýsa sér í svip þeirra
allra. Ef til vill er þetta táknræn
mynd af sjálfu mannlífinu. Þrotnir
að þreki og kröftum ganga menn oft
grátnir að beði að aftni dags. En
svo koma græðihendur svefnsins. —
Með nýjum degi mæta menn önnum
og ábyrgð annars dags, öruggir og
endurhrestir væntandi mikils af
tækifærum hans. Nýjar vonir vakna
til flugs. Hugfangnir og heillaðir
hefja menn vegferð lífsins á ný, og
skapa sér bjartar vonir um daginn
sem er nýrisinn úr sæ.
Ef til vill á fálkinn á myndinni,
að tákna þá svifhæð sem er einkenni
göfugs anda. — Oft hefir svifhæðin
auðkent hinn íslenzka anda. Ein-
angrun er í svifhæðinni fólgin, en
einnig styrkur hins innri máttar.
íslendingurinn, þótt hann sé al-
heimsborgari, að sumum lyndisein-
kunnum til, er þó oft seinn að selja
af hendi, að ófyrirsynju, andans
óðul þau, er hann hefir að arfi tekið.
Hann heldur oft í forn verðmæti
ættbálksins. Þótt leiðir hans liggi
fjarri fósturjarðarströndum, í dreif-
ingu Vesturálfu, í Norður eða Suður
Ameríku — alt í frá Höfðaborg í
Suður-Afríku að heimsskautsbaug,
einkennir útsýn anda hans og hug-
sjóna hans hann frá öðrum mönnum.
Hann finnur oft yl og styrk sinni
eigin sál í umhugsun um sögu,
söngva og sérkenni ferða sinna, að
fornu og nýju. Þannig frelsast
hann frá hversdagsleik þeim — og
hópsálar einkennum sem of mjög
gætir í samtíð vorri, hvert helzt
sem að litið er. — Þessu næst bið
eg yður að “á”, um stund, við aðra
mynd Einars, sem er af sama flokki
mynda hans og framhald þeirrar er
nú var um getið. Þessi mynd heitir
“Kvöld”.
Alt viðhorf myndarinnar ber á
sér einkenni aftansins. Hér getur
að líta ljúfa mynd af konu, er lýtur
að höfði barns, sem hún heldur sér
í faðmi, og hvílist það við brjóst
hennar. — Þreyta, hvíld og örugg-
leiki barnsins er öllum augljós sem
virða mynd þessa fyrir sér. Dökk
dragtjöld eru baksýn myndarinnar.
Móðirin hygg eg að tákni vernd al-
föðursins góða. Salartjöld húmsins
færast nær svo rökkrið hylji þreytta
barnið, eftir leiki og annir umliðins
dags. Athuguð í heild, boðar mynd-
in ljúfa kvöldkyrð, og andar aftan-
friði að sálu manns. Hún minnir á
dýrð guðs og nálægð hans, er hefir
löngum birst íslands börnum eftir-
minnilegust í aftanskini sólarlagsins,
í gullþiljum þeim er léku að aftni