Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 134
110
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
staðar. Talsverð atvinna var við
járnbrautarlagningu í Vesturland-
inu, því stöðugt var haldið áfram
með Canada-Kyrrahafsbrautina, og
unnu margir við það, en samt var
atvinnuleysi talvert mikið, og hugir
margra snérust að landtöku og bú-
skap. íslendingar í Winnipeg ræddu
mikið um það um þessar mundir,
hvar heppilegt mundi vera að stofna
til nýrrar, íslenzkrar nýlendu. í
eldri íslenzku bygðunum, svo sem
í Minnesota, Argyle-bygðinni og
Dakota-bygðinni var land að mestu
tekið, og engin tiltök fyrir marga
að flytjast þangað. En hins vegar
var nóg af óteknu landi lengra vest-
ur og norður á bóginn.
Ráðagerðir þessar komust svo
langt árið 1886 að tveir íslendingar
úr Winnipeg voru sendir út af örk-
inni, til þess að leita að nýlendu-
svæði, — þeir Frímann B. Anderson
og Björn Líndal. Björn er enn á
lífi, háaldraður, í Winnipeg, 'en
Anderson er nýlega látinn á íslandi,
eftir eitt hið æfintýralegasta líf, sem
nokkur Vestur-íslendingur hefir lif-
að. Þeir lögðu fyrst leið sína vest-
ur í land, til Moose Mountain og
Qu’Appelle-dalsins. En einhverra
hluta vegna leizt þeim ekki vel á
sig þar. Komu þeir aftur til Winni-
peg og leituðu nú í aðra átt og ekki
eins langt og fyr.
Um þetta leyti og fyr voru miklar
ráðagerðir með að leggja járnbraut
frá Winnipeg til Hudson’s-flóans.
Byrjað var á verkinu, og var undir-
staða brautarinnar að minsta kosti
lögð út til Grunnavatns (Shoal
Lake) og eitthvað norður með suð-
urendanum á því. En af einhverj-
um ástæðum var hætt þarna og
aldrei komist lengra. Var ætlunin,
að brautin lægi norður með Mani-
toba-vatni að austan verðu, og mun
brautarstæðið hafa verið mælt út
alllangt norður. Einhverjir fóru
strax að hugsa um að nema land
á því svæði, sem brautin átti að
leggjast um, norðvestur frá Winni-
peg. Bygð náði þá ,ekki lengra í þá
átt en til Stonewall eða eitthvað
lítið eitt þar norður fyrir, um tutt-
ugu mllur frá Winnipeg. Landið á
milli Grunnavatns og Manitobavatns
var ónumið að heita mátti. Grunna-
vatn var all-mikið vatn á þeim árum,
þó að það megi heita þornað upp
nú. Þeir Anderson og Líndal lögðu
nú leið sína út þangað, til að kanna
landið. Leizt þeim vel á það. Þar
var nóg gras og skógur og fiskur í
vötnunum.
Strax og þeir komu aftur úr þess-
ari ferð, buggust nokkrir menn til
að fara út í hið nýja nýlendusvæði
og taka þar “lönd”. Það var vorið
1887 sem fyrstu íslenzku landnem-
arnir fluttust út þangað.
Að vísu var landið ekki með öllu
óbygt, þegar þeir komu þar út.
Talsverður slæðingur af kynblend-
ingum var til og frá meðfram vötn-
unum og líka var þar nokkur bygð
hvítra manna. Eitthvað fjórum ár-
um áður höfðu nokkrir Englending-
ar tekið sér bólfestu austur af þar
sem Clarkleigh-járnbrautarstöðin er
nú, og var bygð þeirra kölluð Seamo-
bygð. Lengra norður með Manitoba-
vatni, í Scotch Bay mun og hafa
verið komin einhver hvítra manna
bygð. í St. Laurent var komiu
kaþólsk kirkja og dálítið þorp fyrir
löngu, þótt íbúarnir þar væru flestir
kynblendingar af frönskum stofm