Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 136

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 136
112 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hefir þornað. Nú í seinni tíð er sjaldan talað um Álftavatnsbygð, heldur er bygðin öll meira og meira kend við Lundar. En Lundar var upprunalega nafnið á heimili Hall- dórs Halldórssonar og póstafgreið- slustaðnum, sem þar var. Að réttu lagi hefði nafnið átt að vera Lund- ir, sem er fleirtalan af lundur, trjá- lundur, en >að er efalaust merking orðsins. Þesskonar smávegis mál- fræðisvillur skifta auðvitað litlu máli. Margir landnámsmennimir nefndu heimili sín íslenzkum nöfn- um og haldast þau við enn í daglegu máli, eins og t. d. Geysir, Laufás, Borg, Hofteigur o. s. frv. Eitt bæjarnafnið er dregið af frönsku nafni, Allard, en svo hét sá, sem fyrstur bjó þar; á íslenzku varð bæjarnafnið Allorstaðir. Þegar járn- brautin var lögð áfram norður frá Oak Point til Gypsumville, 1911 og 12, færðist póstafgreiðslustaðurinn af heimili Halldórs til þorpsins, sem myndaðist við járnbrautarstöðina og nafnið fylgdi honum. Næsti póst- afgreiðslustaður fyrir sunnan, var Mary Hill, lagður niður fyrir fáum árum. Grunnavatnsbygðin, eða eystri bygðin var upprunalega við norður- endann á Grunnavatni (Shoal Lake) og suður með því báðum megin. — Vatnið var mjóst norðast og má nú heita alveg þornað þar. Suðurhluti þess, sem var miklu breiðari, er fyrir sunnan íslenzku bygðina. Þó byrjaði ekki landnámið þar, heldur nokkuð norðar, og var sú bygð köll- uð Síbería. Mun það nafn svo til komið, að einhver nefndi bygðina svo í spaugi. Ekki féll mönnum vistin í Síberíu vel, enda var engin von til þess, því að þar voru vatns- flóð mikil á vorin og sumrin úr smá- vötnum, sem þar var fult af; en af- rennsli var lítið og skógur þéttur, svo að vatnið stóð uppi. Þess vegna fluttust allir, sem þar voru, burt eft- ir tvö eða þrjú ár suður að norður- endanum á Grunnavatni, og þar myndaðist varnaleg bygð, sem lengi var fráskilin vestri bygðinni, Álfta- vatnsbygðinni. Seinna, þegar fólki fór meira að fjölga, bygðist upp bilið á milli bygðanna og mátti þá heita að óslitin íslenzk bygð væri vestan frá Manitoba-vatni og austur fyrir Grunnavatn, meira en tuttugu mílur. Norður og suður náði hún viðlíka langt að austanverðu, en að suðvestan, þar sem Seamo-bygð- in var og suður undir Oak Point og langt austur þaðan, var gríðarstórt skarð í hana. Nafnið Grunnavatns- bygð heyrist nú örsjaldan. Fyrstu landnemar í Austur-bygð- inni — fyrst Síberíu og svo hinm eiginlegu Grunnavatnsbygð — voru ísleifur Guðjónsson, Jakob Craw- ford, Sveinbjörn Sigurðsson, Þor- lákur Eiríksson, Sveinn Sveinsson, Bessi Tómasson, Guðmundur Ein- arsson, Jón Hannesson, Þorgils Ás- mundsson, Kristján Sigurðsson, Nikulás Snædal og ef til vill ein- hverjir fleiri, sem eg kann ekki að nefna. Björn Líndal nam land i Grunnavatnsbygðinni og sömuleiði’ Árni Frímann. Ennfremur voru i Síberíu Björn Þorsteinsson og Jakob Jónsson, sem þó bygðu ekki heiinih fyr en þeir fluttu suður að vatninu og sömuleiðis Þorsteinn Hördal, ot Björn sonur hans. Allir þessir menn settust að í bygðinni fyrir fult og alt, nema Jakob Crawford, sern
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.