Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 136
112
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hefir þornað. Nú í seinni tíð er
sjaldan talað um Álftavatnsbygð,
heldur er bygðin öll meira og meira
kend við Lundar. En Lundar var
upprunalega nafnið á heimili Hall-
dórs Halldórssonar og póstafgreið-
slustaðnum, sem þar var. Að réttu
lagi hefði nafnið átt að vera Lund-
ir, sem er fleirtalan af lundur, trjá-
lundur, en >að er efalaust merking
orðsins. Þesskonar smávegis mál-
fræðisvillur skifta auðvitað litlu
máli. Margir landnámsmennimir
nefndu heimili sín íslenzkum nöfn-
um og haldast þau við enn í daglegu
máli, eins og t. d. Geysir, Laufás,
Borg, Hofteigur o. s. frv. Eitt
bæjarnafnið er dregið af frönsku
nafni, Allard, en svo hét sá, sem
fyrstur bjó þar; á íslenzku varð
bæjarnafnið Allorstaðir. Þegar járn-
brautin var lögð áfram norður frá
Oak Point til Gypsumville, 1911 og
12, færðist póstafgreiðslustaðurinn
af heimili Halldórs til þorpsins, sem
myndaðist við járnbrautarstöðina og
nafnið fylgdi honum. Næsti póst-
afgreiðslustaður fyrir sunnan, var
Mary Hill, lagður niður fyrir fáum
árum.
Grunnavatnsbygðin, eða eystri
bygðin var upprunalega við norður-
endann á Grunnavatni (Shoal Lake)
og suður með því báðum megin. —
Vatnið var mjóst norðast og má nú
heita alveg þornað þar. Suðurhluti
þess, sem var miklu breiðari, er
fyrir sunnan íslenzku bygðina. Þó
byrjaði ekki landnámið þar, heldur
nokkuð norðar, og var sú bygð köll-
uð Síbería. Mun það nafn svo til
komið, að einhver nefndi bygðina
svo í spaugi. Ekki féll mönnum
vistin í Síberíu vel, enda var engin
von til þess, því að þar voru vatns-
flóð mikil á vorin og sumrin úr smá-
vötnum, sem þar var fult af; en af-
rennsli var lítið og skógur þéttur,
svo að vatnið stóð uppi. Þess vegna
fluttust allir, sem þar voru, burt eft-
ir tvö eða þrjú ár suður að norður-
endanum á Grunnavatni, og þar
myndaðist varnaleg bygð, sem lengi
var fráskilin vestri bygðinni, Álfta-
vatnsbygðinni. Seinna, þegar fólki
fór meira að fjölga, bygðist upp
bilið á milli bygðanna og mátti þá
heita að óslitin íslenzk bygð væri
vestan frá Manitoba-vatni og austur
fyrir Grunnavatn, meira en tuttugu
mílur. Norður og suður náði hún
viðlíka langt að austanverðu, en
að suðvestan, þar sem Seamo-bygð-
in var og suður undir Oak Point og
langt austur þaðan, var gríðarstórt
skarð í hana. Nafnið Grunnavatns-
bygð heyrist nú örsjaldan.
Fyrstu landnemar í Austur-bygð-
inni — fyrst Síberíu og svo hinm
eiginlegu Grunnavatnsbygð — voru
ísleifur Guðjónsson, Jakob Craw-
ford, Sveinbjörn Sigurðsson, Þor-
lákur Eiríksson, Sveinn Sveinsson,
Bessi Tómasson, Guðmundur Ein-
arsson, Jón Hannesson, Þorgils Ás-
mundsson, Kristján Sigurðsson,
Nikulás Snædal og ef til vill ein-
hverjir fleiri, sem eg kann ekki að
nefna. Björn Líndal nam land i
Grunnavatnsbygðinni og sömuleiði’
Árni Frímann. Ennfremur voru i
Síberíu Björn Þorsteinsson og Jakob
Jónsson, sem þó bygðu ekki heiinih
fyr en þeir fluttu suður að vatninu
og sömuleiðis Þorsteinn Hördal, ot
Björn sonur hans. Allir þessir menn
settust að í bygðinni fyrir fult og
alt, nema Jakob Crawford, sern