Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 142
118
TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
2. gr. Félagið kýs 9 embættis-
menn er skipa stjórnarnefnd þess:
Forseta, vara-forseta, skrifara,
vara-skrifara, fjármálaritara, vara-
f jármálaritara, féhirðir, vara-féhirð-
ir og skjalavörð.
3. gr. Engan má kjósa til em-
bættis, sem eigi er íslendingur, eigi
þekkir ísland og sögu þess né talar
og skrifar íslenzka tungu.
4. gr. Sérhver embættismaður
er skyldur að gjöra grein fyrir em-
bættisfærslu sinni, þegar félágið
óskar þess, eða hann skilur við em-
bætti. Afhendingar embættis skulu
fara fram skriflega.
5. gr. Forseti skal sjá um að lög-
um félagsins sé hlýtt og að' sérhver
félagsmanna gegni skyldum sínum
við félagið; hann kveður til fundar,
setur þá og stýrir þeim; hann birtir
á fundum skrifleg frumvörp félags-
manna og bréf til félagsins og það
annað er honum þurfa þykir; hann
safnar atkvæðum og segir upp úr-
skurði félagsmanna; hann skal
skýra ársfundi hverjum frá athöfn-
um félagsins og fjárhag, svo skal
hann ásamt fjármálaritara og fé-
hirði sjá, um sjóði félagsins, sem
óhultast þykir; hann skal rita sam-
þykki sitt á sérhverja kröfu til fé-
lagsins áður en gjalda megi; hann
ráðstafar bókum til prentunar með
aðstoð skrifara, og hefir yfirleitt
alla yfirumsjón með öllum gjörðum
félagsins.
6. gr. Skrifari skal bóka alt, sem
fram fer á félagsfundum og hafa
bréfabók; hann skal semja og rita
félagsbréf með ráði stjórnarnefnd-
arinnar, er ábyrgjist þau, veita við-
töku þeim bréfum, er til félagsins
koma, lesa þau og afhenda forseta,
en forseti les þau á næs.ta fundi.
Hann skal afhenda fjármálaritara
nafnatölu félagsmanna, jafnskjótt
sem þeir gjörast félagar, og skýra
honum frá hvað hver skuli gjalda;
hann skal og annast um prentun
ritgjörða félagsins með umsjón for-
seta.
7. gr. Fjármálaritari skal inn-
heimta öll gjöld félagsmanna og
kvitta fyrir; hann skal og halda ná-
kvæma bók yfir nöfn, heimilisfang
og reikninga þeirra við félagið; hann
skal og jafnóðum afhenda féhirði
gjöld félagsmanna gegn kvittun, er
hann geymir og leggur fram til
yfirskoðunar árlega, ásamt skýrslu
um starf sitt. Þessari skýrslu láti
hann fylgja skrá yfir ógoldin árstil-
lög félagsmanna, svo bezt verði sénn
hagur félagsins.
8. gr. Féhii'ðir skal taka við
gjöldum félagsmanna frá fjármála-
ritara, kvitta fyrir þau og hirða
vandlega, borga þá reikninga, er
forseti hefir skriflega samþykt,
bóka það alt og gjöra grein fyrir
hvenær sem forseti eða félagsmenn
æskja þess. Hann skal gjöra aðal-
reikning á hverjum tólf mánuðum
við lok Tjárhagsársins, sanna hann
með kvittunum og láta fylgja honum
skuldalista félagsins; hann skal og
tilgreina hverja útgjaldagrein til
hverra þarfa henni sé varið.
9. gr. Vara-embættismenn skuíu
gegna öllum hinum sömu skyldum,
í frávikningu, forföllum eða fjarvist
embættismanna, sé þeir kvaddir til
að gegna embættum þeirra.
10. gr. Skjalavörður skal geyma
öll handrit, bækur og skjöl félagsins,
sem embættismenn eigi þurfa að
hafa sér við hönd; hann skal hafa