Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 146
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
með eftirfylgjandi bréfi, dagsettu
11. apríl, er henni barst í hendur
snemma í maí:
Reykjavík, 11. apríl 1919
Þjóðræknisfélag íslendinga í
Vesturheimi, Winnipeg.
“Kæru landar.
Það hefir verið oss mikil gleði að
lesa í vestanblöðunum um ráðstaf-
anir yðar til að stofna öflugt Þjóð-
ræknisfélag meðal íslendinga vest-
anhafs. Þér hafði þar reist það
merkið er allir íslendingar, jafnt
austan hafs sem vestan, hefðu fyrir
löngu átt að fylkjast um. Vér undir-
ritaðir boðuðum allmarga málsmet-
andi menn þessa bæjar á fund 7.
þ. m. til þess að ræða um stofnun
félags, með því augnamiði, að efla
samhug og samvinnu meðal íslend-
inga vestan hafs og austan. Voru
allir þeir er fundinn sóttu (40) mjög
fylgjandi slíkri félagsstofnun, og
fólu oss að semja frumvarp að lög-
um fyrir félagið og undirbúa stofn-
un þess að öðru leyti. Meðal þeirra
manna er heitið hafa fylgi sínu, má
telja ráðherrana alla, alla ritstjóra
blaðanna hér í Reykjavík og flesta
þingmenn er náðst hefir til.
Jafnskjótt ogfélagið verður kom-
ið á stofn og stjórn þess kosin, mun
yður verða tilkynt nákvæmlega um
alt sem hér að lýtur. Er það til-
ætlan vor forgöngumannanna, að
sem nánust samvinna geti orðið með
félagi voru og þjóðernisfélagi yðar
Vestur-fslendinga, og vonum vér
að þér getið þar orðið sama hugar
og vér.
Komið hefir til orða, að æskilegt
væri að félagið gæti sent mann við
og við vestur til að flytja fyrirlestra
um ísland og íslenzkar bókmentir
í samráði við Þjóðræknisfélag Vest-
ur íslendinga. Er góð von um, að
styrkur gæti fengist hjá Alþingi til
þess, og væri æskilegt, áður þess
yrði leitað, að fá álit Þjóðernisfé-
lagsins um það mál.
Með beztu kveðjum.
Virðingarfylst,
Benedikt Sveinsson, Einar H. Kvar-
an, Guðm. Finnbogason, Sigurbj. Á.
Gíslason, Sveinn Björnsson, Tryggvi
Þórhallsson, Þorsteinn Gíslason.”
Bréfi þessu var strax svaraði af
félagstsjórninni, er lét ánægju sína
í ljósi yfir því að mega eiga von á
samvinnu jafn mætra manna og
þeirra er að félagsstofnuninni
stæðu í Rvík. Eindregið var óskað
eftir að maður væri sendur vestur
ef tök væri á.
Félagið var svo stofnað skömmu
síðar, og nefnt “íslendingur”. Sótti
það um styrk frá Alþingi til að
kosta mann til vesturfarar. Veittar
voru kr. 8,000. Fyrir kjöri varð
séra Kjartan Helgason prófastur í
Hruna í Árnessýslu. Fullyrða má að
engann, öllum jafngeðfeldari mann,
en hann hefði verið unt að velja. Er
vestur kom hertók séra Kjartan
strax hjörtu allra þeirra manna er
honum kyntust, með ljúfmensku
sinni og innileika, víðsýni og lær-
dómi — en þeir voru margir. Sera
Kjartan kom til Winnipeg sunnu-
daginn 26 okt. Hafði hann nokkra
viðdvöl í bænum áður en hann lagði
upp í fyrirlestraferðir vestur ura ís_
lenzku bygðirnar. Heimsótti hann
svo að segja hverja íslenzka bygð
í álfunni; messur flutti hann í lS'
lenzku kirkjunum hvar sem því varð