Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 147
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
123
við komið og á sífeldu ferðalagi var
hann allan veturinn. Veturinn var
Weð kaldasta móti, og snjóasamur,
en hann lét engar torfærur hamla
ferðum sínum. Honum var hvar-
vetna velfagnað þar sem hann kom,
°g flaug orðstír hans á undan hon-
um bygð úr bygð. Tvisvar heim-
sótti hann íslendinga í Alberta og
úvaldi síðara skiftfð hjá St. G.
Stephanssyni. Orti Stephan til hans
kvæði (Andv. IV. bls. 121) fyrir
hönd barnanna í bygðinni, er þau
fluttu honum á kveðjusamsætinu er
hygðarbúar héldu honum.
Þá orti Káinn til hans kvæði og
með fyrsta erindinu mælti hann fyr-
lr munn allra fslendinga:
“Nú er til vor kominn Kjartan
prestur,
Kennimaður heima á Fróni mestur,
Sjaldan hefir hingað komið vestur,
Nugðnæmari vetursetu gestur.”
(Kviðl. bl. 66)
1 Winnipeg var hann kvaddur með
almennri samkomu í Good Templar
husinu á annan í páskum um vorið,
er hann fór alfari þaðan, (Hkr. 7.
aPríl 1920). Var honum þar afhent-
Ur sjóður kr. 5,000 gjöf frá íslend-
mgum vestan hafs, og skrautritað
ayarp. Að loknu kveðjusamsætinu,
satu nokkrir menn með honum
Veizlu að heimili Árna Eggertsisonar
^ram til morguns, að honum var
■^ylgt ofan á járnbrautarstöðina.
Verk séra Kjartans urðu félagínu
happadrjúg. Með þeim var lögð
Ulldirstaðan að þeim vinsældum og
°Hustu sem félagið hefir eignast
að fagna fram til þessa dags.
ar£ir mætir menn hafa vestur
komið — og eru að koma með
hverju ári — er lagt hafa trausta
steina í grunninn, og eru verk þeirra
merkjanleg í sögu félagsins, en séra
Kjartan var hér á upphafs árunum,
þegar mest reið á að samtökin yrðu
sem traustust og almennust.
Framhaldandi sögu félagsins er
ónauðsynlegt að rekja að þessu
sinni, enda hafa heimildir hennar,
að mestu leiti, verið birtar, hér í rit-
inu, með þingbókinni, ár frá ári. Þó
skal gjörð grein fyrir helztu störf-
um þess, en í sem styztu máli.
III.
“Hvað er þá orðið okkar starf”—
í 20 sumur?
Eins og “Nefndarálitið” ber með
sér voru það einkum fjögur mál-
efni er falla voru þá í vanrækslu
vegna áhrifa stríðsins, er félagið
átti að láta sig varða. En þau voru:
að sjá börnum fyrir uppfræðslu í
íslenzkri tungu, svo sem kostur væri
á; að efla samheldni meðal fslend-
inga vestan hafs og samvinnu við
heima þjóðina; gefa út tímarit;
hvetja íslendinga til þess að verða
sem beztir borgarar í hérlendu þjóð-
lífi og á þann hátt efla hróður hinn-
ar íslenzku þjóðar út á við. Hvert
eitt þetta fól í sér fjölda atriða er
kröfðust mikillar vinnu, enda hafa
þessi mál lengst af verið höfuðmál
á þingum og í starfsemi félagsins.
Þegar félagið var stofnað hafði
kensla í íslenzku farið fram í tvo
vetur á laugardögum undir umsjá
Good Templara. Tók nú félagið við
skólanum. Jafnframt vistaði það
umferðakennara er sögðu bömum
til í heimahúsum eina stund á viku.