Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 167
NÍTJÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
143
Fór samkoman vel fram, og verður
jafnan skoðuð virðuleg byrjun á starfi
hinna yngri Islendinga.
ÞRIÐJI FTJNDUR
var settur kl. 10 að morgni þess 23. Ritari
las síðustu fundargerð og var hún samþ.
óhreytt með tillögu frá Dr. R. Beck studd
af Mrs. M. Byron.
Lesin skýrsla frá deildinni “Brúin" í
Selkirk sem fylgir:
Arsskýrsla deildarinnar “Brúin”
fyrir árið 1937
Meðlimir þessarar deildar I byrjun árs-
ins voru 65 að tölu. En nú hafa nokkrir
flutt burtu og einn dáið. 8 starfs og
nefndarfundir hafa verið haldnir á árinu.
54 unglingar nutu íslenzku kenslu á s. 1.
vetri undir stjórn Miss Pálínu Pálsson.
Skólanefnd bæjarins var svp vel viljuð að
lána eitt af skólahúsum bæjarins endur-
gjaldslaust fyrir kenslima. Nú í ár fer
fram íslenzku kensla á sama stað undir
stjórn Mrs. Ástu Erickson, og aðsókn og
úhugi fyrir kenslunni er fult svo mikill og
að undanfömu. Bókasafn deildarinnar
hefir aukist að mun s. 1. ár. Nýjar bæ(kur
faafa verið gefnar safninu. Samkvæmt
skýrslu féhirðis, þá er fjárhagur deildar-
hmar sem fylgir:
Inntektir:
1 sjóði frá fyrra ári.........$ 26.01
Ársgjald meðlima .............. 40.00
Agóði af tombólu............... 43.75
Kenslustyrkur frá aðalfélaginu 40.00
A&óði af samkomu ............... 9.75
^mislegt ..........................70
$160.21
tgjöld:
^yrir barnakenslu ...............$ 40.00
Húsaleiga .............»......... 30.00
^eðlimagjöld til aðalfélagsins.... 23.50
bókakaupa, etc............... 36.25
^mislegt ........................ 13.15
$152.90
1 sjóði 1. jan. 1938 .............. 17.31
$160.21
Th. S. Thorsteinson, skrifari
B. E. Johnson og Ámi Eggertsson að
skýrslan sé viðtekin. Samþ.
Þá var lesið fylgiskjal frá sömu deild
er fór fram á kenslustyrk eins og að und-
anförnu. Ari Magnússon gerði tillögu og
J. J. Bíldfell studdi að þessari beiðni sé
vísað til f jármálanefndar. Samþ.
Skýrsla deildarinnar “Frón” var þá lesin
af Hjálmari Gíslasyni, einnig skýrsla
bókasafnsins:
Arsskýrsla deildarinnar “Frón”
fyrir árið 1937
Deildin hefir haft fimm almenna fundi
á árinu og hefir á hverjum fundi haft
ýmist fyrirlestur, kappræðu eða því um
líkt auk kvæða upplestra og söngva. Þeir
sem flutt hafa erindi eru meðal annars:
Próf. J. G. Jóhannsson, Dr. Sig. Júl. Jóhan-
nesson, Thorvaldur Pétursson, Tryggvi
Oleson, Dr. B. B. Jónsson, Dr. Rögnvaldur
Pétursson og Próf. Richard Beck.
Á síðasta fundinum var rætt um skáldið
og rithöfundinn Halldór Kiljan Laxness og
töku þátt í þvi: Dr. Sig. Júl. Jóhannesson,
J. J. Bildfell, Ragnar H. Ragnar og
Hjálmar Gislason.
Meðlimatala er nú 184 skuldlausir með-
limir. Þar að auki 14 er skulda fyrir
1937 og 2 fyrir 1936.
Á árinu hefir meðlimum fjölgað um 41.
Þess utan hefir deildin séð um bóka-
safnið og hefir bókaeign félagsins aukist
talsvert á árinu. Hafa bæði verið keyptar
nýjar bækur og félaginu borist bókagjafir
frá ýmsum.
Árssamk’oma félagsins á s. 1. vetri hepn-
aðist vel og þar sem það er aðal tekju-
grein félagsins fyrir utan meðlimagjöld en
þau skiftast að hálfu milli aðalfélagsins
og deildarinnar.
Þá er nú fjárhagur deildarinnar með
bezta móti þrátt fyrir það að hún hafi
haft meiri útgjöld þetta ár heldur en
vanalega.
Geta má þess að deildin hafði smá
happadrætti (raffle) fyrir forgöngu hr.
Soffaníasar Thorkelssonar og hafðist upp
úr því rúmir $80.00 og var því fé varið
til eflingar bókasafninu.
Fyrir hönd deildarinnar “Frón”
Hjálmar Gíslason, ritari