Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 38
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
sem á að erfa landið og byggja sem
traustast og fegurst þjóðfélagsmust-
eri á grunni þess verks, sem nú hafði
unnið verið með lýðveldisstofnun-
inni.
Skrúðgangan hafði safnast saman
við Háskólann, þar í grendinni og
sunnan Tjarnarinnar, og lagði leið
sína yfir Tjarnarbrúna, Fríkirkju-
veg, Lækjargötu og fram hjá Alþing-
ishúsinu. En á svölum þess stóð
hinn nýkjörni forseti íslands og tók
kveðju mannf jöldans, sem hylti hann
með miklum fögnuði. Var fylkingin
hálfa klukkustund að ganga fram hjá
Alþingishúsinu, enda var giskað á,
að um 7,000 manns hefðu tekið þátt í
skrúðgöngunni.
Frá Alþingishúsinu hélt skrúð-
gangan um Austurstræti að Stjórn-
arráðshúsinu, en framan við það og í
nærliggjandi götum hafði safnast
saman geysimikill fólksfjöldi, svo
að óslitið mannhaf gat að líta um alt
Lækjartorg, vestur eftir Austur-
stræti, upp Hverfisgötu, Bankastræti
og Arnarhólstún, og langt suður í
Lækjargötu.
Á Stjórnarráðsblettinum skipuðu
fánaberar sér annarsvegar, en börnin
hinsvegar. Úti fyrir Stjórnarráðs-
húsinu voru forseti íslands, ríkis-
stjórnin, fulltrúar erlendra ríkja og
aðrir sérstakir gestir öðru megin við
tröppurnar, en alþingismenn hinu-
megin. Ræðustóll hafði verið reist-
ur fyrir dyrum hússins og gjallar-
hornum komið fyrir á heppilegum
stöðum, svo að vel heyrðist alt sem
fram fór. Meðan fólk var að stað-
næmast og koma sér fyrir umhverfis
Stjórnarráðshúsið, lék lúðrasveitin
nokkur lög.
Síðan gekk forseti íslands, Sveinn
Björnsson, í ræðustól og ávarpaði
þjóðina, en mannfjöldinn hylti hann
að nýju með dynjandi lófaklappi-
Flutti hann efnismikla og mjög tínoa-
bæra ræðu, horfðist djarflega í augn
við hin mörgu viðfangsefni, sem bíða
úrlausnar, hvatti til þjóðareiningai'
og lagði sérstaka áherslu á það, hver
nauðsyn bæri til að skapa sem mest
vinnuöryggi í landinu. Fórust hon-
um meðal annars þannig orð:
“Menn skipa sér í stéttir og flokka
um sameiginleg hugðarmál. Svo hef'
ir verið og svo mun verða. Baratta
milli stétta og flokka virðist óumflýi'
anleg. En þá baráttu verður að heyj^
þannig, að menn missi aldrei sjónar a
því, að þegar alt kemur til alls, erum
vér allir á sama skipinu. Til þess að
sigla því skipi heilu í höfn, verðum
vér að læra þá list að setja örygg*
þjóðarheildarinnar ofar öðru. Hér a
landi er ekkert gamalt og rótgró'ð
auðvald eða yfirstétt. Heldur ekk>
kúguð og undirokuð alþýða. Flesti'
okkar eiga frændur og vini í öllum
stéttum þjóðfélagsins. Oss ætti þvl
að vera auðveldara en ýmsum öðrum
að vilja hver öðrum vel. Að bera ekki
í brjósti heift og hatur, öfund og t®’’
tryggni hver til annars, þótt vér ho
um lent í mismunandi stéttum í þJ°
félaginu. Oss ætti að vera auðvel
ara að leggja hver sinn skerf e1 ‘
efnum og ástæðum til þess að bygSH
upp fyrirmyndar þjóðfélag a
legum grundvelli.” —
Þá fluttu ávörp formenn Þin£
flokkanna fjögra, þeir alþingismenn
irnir Ólafur Thors, núverandi fnr
sætisráðherra, formaður Sjálfstæðis
flokksins, Eysteinn Jónsson, fyrl
hönd Framsóknarflokksins, Eina