Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 45
ENDURREISN LÝÐVELDIS Á ISLANDI
23
ár eru liðin síðan fyrsta rafstöð var
reist á fslandi (1904). í aukinni
notkun raforkunnar á þjóðin marg-
þætta og stórvæga framtíðarmögu-
leika, og er því gott til þess að vita,
að vænta má framhaldandi og víð-
tækra framkvæmda á því sviði.
f*á þótti mér hitt eigi síður at-
hyglis- og frásagnarvert, hversu ís-
Jendingar eru farnir að notfæra sér
jarðhitann, eigi aðeins til hitunar
skóla og annara húsakynna, heldur
einnig til ræktunar blóma, grænmetis
°g ávaxta. Var mér fátt skemtilegra
1 heimförinni heldur en að ganga um
gróðurhúsin á Reykjum í Mosfells-
sveit og Reykjum í Ölfusi og sjá þar
lslenska banana og vínber, að tvent
ei*t sé talið. Framtíðarmöguleiknarir
eru áreiðanlega mjög miklir á þessu
sviði, þó framleiðsla þessi sé enn sem
komið er mjög dýr, þegar á markað-
lnn kemur. Sannast æ betur og betur
0rð skáldsins: “Þetta land á ærinn
auð, ef menn kunna að nota’ hann.”
Líti maður svo á hið andlega líf
þjóðarinnar, menningarlíf hennar, fer
ekki fram hjá manni hin mikla bóka-
utgáfa á fslandi og bókakaup að sama
skapi, því ag vitanlega helst það
mj°g í hendur. Nú er auðvitað hvergi
nærri alt jafn þungt á metum listar og
^riningargildis, sem út er gefið af
^óka tagi, en margt af því eru mjög
^rkilegar bækur og góðar, og eigi
ahfáar ágætar, hvort sem litið er á
utgáfur eldri rita, frumsamin sam-
^íðarrit eða þýðingar. Og vissulega
það ekki ómerkilegt menningar
yrirbrigði, að þegar íslendingar
engu nokkur fjárráð, verja þeir eigi
ltlu af því fé til bókakaupa.
■^g gaf einnig að sjálfsögðu nokk-
Urn gaum að öðrum hliðum á íslenskri
nútíðarmenningu. Eg sá sýnd á leik-
sviði í Reykjavík síðastliðið sumar
tvö víðfræg merkisverk norskra höf-
uðsnillinga í leikritagerð, “Pétur
Gaut” Henriks Ibsen og “Paul Lange
og Tora Parsberg” eftir Björnstjerne
Björnson. Færðu leiksýningar þess-
ar mér heim sanninn um það, að ís-
lendingar eiga góðum leikkröftum á
að skipa, sem munu þó njóta sín enn
betur, þegar Þjóðleikhúsið kemur til
sögunnar, og skyldi þess ekki langt
að bíða.
Þá fer það eigi fram hjá neinum,
sem til íslands kemur og hefir eyr-
un sæmilega opin, hve íslensk tónlist
hefir orðið f jölbreyttari, þjóðlegri og
sérstæðari á síðari árum. Eiga þar
fyrst og fremst hlut að máli hin
eldri tónskáld, lífs og liðin, sem
brautina ruddu, en þar koma einnig
til greina yngri tónskáldin, sem hafa
með tónlagasmíðum sínum af ýmsu
tagi aukið margbreytni og svipbrigði
íslenskrar tónmentar, en á því sviði
er um mikinn gróður að ræða. Varð
eg t .d. mjög hrifinn af hinu ágæta
lagi Sigvalda Kaldalóns tónskálds
við hið hjartnæma erindi úr kvæði
Eggerts Ólafssonar, “ísland ögrum
skorið”. Þótti mér það einnig verð-
skuldað réttlæti örlaganna, að þetta
ljóð ættjarðarvinarins mikla og vor-
boðans í sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga skyldi hefjast upp í slíkan tign-
arsess í hugum landa hans, eins og
raun bar vitni, einmitt á því ári, þeg-
ar draumur kynslóðanna um endur-
heimt frelsi fslands rættist að fullu.
Þá duldist mér eigi, að í íslenskri
myndlist er einnig um mikinn og
margbreyttan gróður að ræða, og bar
sýning Félags íslenskra myndlistar-
manna, er haldin var í sambandi við