Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 53
OKKAR Á MILLI
31
Ungi læknirinn: Já eg skil nú
hvernig læknirinn fékk mætur á því.
Hjúkrunarkonan: Einhver hefir
sagt, að fullorðnir séu aðeins börn,
stór vexti. Og allir vita að menn
hafa sérstaka nautn af að eiga sam-
eiginleg leyndarmál. Meðlimir leyni-
félaga standa fastast saman fyrir
tákn, seremóníur og inngangs-
0rð, sem ekkert hafa sér til ágætis
annað en vera félagslimum sameign,
en marklaus þeim sem utan félagsins
standa. Og læknirinn stofnaði eins-
honar leynifélag með sér og Jonna.
hlann fór með fyrri hluta mottósins,
eitt lóð af varúð,>, og kendi svo
úrengnum að botna með, “er betra en
Pund af lækningum”. Eða Jonni
byrjaði, en læknirinn botnaði. Og til
gera leyndardóminn enn dýpri,
entu þeir með að segja báðir í senn,
°kkar á milli.” Og þessi einfalda
Seremónía reyndist óbrigðult deyfi-
^n^ðal, nær sem eitthvað gekk að
J°nna, og lækningin hefði annars
reynst óþægileg, eða valdið sársauka.
Ungi læknirinn: En hver og hvar
fr Þessi Jonni nú ? (Lítur á ljósmynd-
lrnar). Eg sé hann hefir verið í fyrra
stríðinu.
^iúkrunarkonan: Hann týndist á
rakklandi og kom aldrei í leitirnar.
v° dóu foreldrar hans úr spönsku
Veikinni 1918. Og gamla konan seg-
lr> að síðan hafi ekki læknirinn litið
Slaðan dag.
læknirinn (stendur upp og
s °ðar myndirnar).
^iúkrunarkonan (stendur upp):
S held mér sé nær að halda áfram
^ð að taka til í lækningastofunni.
^Fer út til hægri).
Uamli læknirinn (kemur inn frá
s^ri- Sér unga læknirinn niður-
sokkinn í að skoða myndirnar. Geng-
ur að klæðaskápnum. Þeir bjóða hver
öðrum góðan dag. Gengur frá hatt-
inum í skápnum): Mér þykir þú
vera árrisull, en svo ertu líka nærri
eins ungur, eins og eg var á þínum
aldri.
Ungi læknirinn (hlær) : Nærri því
eins ungur, segir þú.
Gamli læknirinn: Já. Veistu ekki
að heimurinn er eldri nú, en þegar eg
var á þínum aldri?
Ungi læknirinn: Ekki hafði mér
nú dottið það í hug. — Eg var að
minnast á það við hjúkrunarkonuna,
að mig langaði til að sem minst
breyting ætti sér stað hér í stofunni,
þó eg taki við, svo sjúklingarnir
kannist þó við umhverfið. Það verða
þeim nóg vonbrigði að þú ert farinn.
Gamli læknirinn: Eg veit ekki.
Sumum mun varla mislíka það. Þeir
vita sem er, að nýir vendir sópa best.
Ungi læknirinn: Þeir verða færri
en hinir. Eg er að hugsa um að
biðja þig að lofa myndunum að vera
þar sem þær eru, svona fyrst um sinn.
Gamli læknirinn: Það er velkomið.
En eg hefði búist við að þú veldir
eitthvað nýstárlegra til að prýða með
stofuna.
Ungi læknirinn: Eins og það sem
nýtt er sé endilega fegurra en hið
gamla. (Þögn).
Gamli læknirinn (tekur stólinn við
borðsendann og færir hann að bak-
veggnum. Stendur upp á honum og
tekur niður skírteinin, sem hann
leggur á borðið) : Ekki beint feg-
urra, en ef til vill þýðingarmeira, að
minsta kosti fyrir þá sem ungir eru.
Ungi læknirinn: Hvernig geta
hlutirnir haft misjafna þýðingu fyr-
ir unga og gamla?