Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 56
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Jortni: Jú. Annaðhvort það eða
ekkert.
Gamli læknirinn: Þetta er ekkert
nema ungæðisháttur, Jonni minn. —
Eins og eg segi, liggur þér ekkert á.
Nær sem þörf gerist, verður þú og
aðrir kallaðir í herinn af yfirvöldun-
um. Annars er þér í lófa lagið að
komast að liðsforingjastöðu.
Jonni: Það er árangurslaust fyrir
þig að telja um fyrir mér. í herinn
fer eg, hvað sem hver segir, og bíö
ekki eftir að verða skyldaður til þess.
Til herkænsku kann eg ekkert, og
kæri mig heldur ekki um liðsfor-
ingjastöðu. (Þögn). Vitaskuld er
búningurinn og sá heiður, sem fylgir
honum, ærið freistandi. En svo er
mér hitt ljóst, að einn óbrotinn liðs-
maður, í tæka tíð, er meira virði en
tíu í ótíma. — Eitt lóð af varúð —
(þögn). Ertu búinn að gleyma for-
múlunni, fóstri? — Okkar á milli.
Gamli læknirinn: Þetta er alvöru-
mál, Jonni minn. Þú ættir ekki að
hugsa það með léttúð. Því þó þú
kunnir að meta lítils fjör þitt og
framtíð, ættir þú að hugleiða hvernig
foreldrar þínir taka þessu. Eða finst
þér ekki þú hafa neinar skyldur
gagnvart þeim?
Jonni: Jú. En ekki í þessu tilfelli
aðrar en þær, sem hver heilbrigður
maður hefir gagnvart öðrum frið-
sömum og góðviljuðum mönnum,
hvar sem þeir búa á hnettinum. Og
þó það sé efamál, hvort eg komi að
nokkru liði, er þetta eina leiðin, sem
vit mitt og samviska sér, út úr þeim
ógöngum sem mannkynið er komið
í, fyrir vitleysu og aðgerðaleysi ykk-
ar eldra fólksins.
Gamli læknirinn: Ekki veit eg
hverja eða hversu marga þú átt við,
þegar þú talar um okkur eldra fólkið
en eg segi fyrir mig, að eg hata allan
ófrið manna á milli, hvað þá blóðugar
styrjaldir. Hinsvegar skortir mig,
því miður, vald til að afstýra þeim.
Jonni: Segjum að eg stæði brenni-
varga að verki, þar sem þeir bæru eld
að húsum, ætti eg að láta slíkt af-
skiftalaust, af því eg er ekki í
slökkviliðinu? Gerði eg það, hefði
eg þó betri málstað en þið, læknarnir,
því starf ykkar gengur alt út á að
verja mennina allskonar eymd og á-
föllum.
Gamli læknirinn: Með öðrum orð-
um, þó eldri kynslóðin öll eigi sök a
styrjöldinni, erum við læknarnir
sekastir.
Jonni: Því ekki það? Þið þykist
sjálfkjörnir til að firra mannskepn-
una allskonar böli, og persónulega
hefir þú valið þér slagorð þess efnis
og hengt það upp á vegg.
Gamli læknirinn: En þú getur
varla búist við, að læknastéttin hafi
höndur í hári þeirra sem ráða lögun1
og lofum í heiminum.
Jonni: Nei, ekki sem stendur; en
eg vona að sú tíð komi, að þið sjáið
hversu víðtækur verkahringur ykkar
er, og gegnið skyldu ykkar. Og hvað
því viðvíkur að hafa höndur í hári
stjórnmálamanna, eruð þið engir eft-
irbátar fólksfjandans hans Ibsens.
Gamli lækirninn (brosir): Held-
urðu eg viti ekki að þú ert að koma
mér til að þrefa við þig? Þannig á
að slá mig af laginu, svo eg miss’
sjónar á aðal orsök þessa frumhlaups
þíns, sem ekkert er annað en ung*ðr
og ævintýraþrá. En ekkert sem þu
segir, vegur á móti vonum mínum °S
óskum um framtíðar velferð þína.