Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 58
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Jonni: Já, valdi þeir morðum og
eyðileggingu. Þeir þjást ýmist af
ágirnd, valdafíkn, þjóðardrambi eða
ótta af öðrum, sem komið er á stig
brjálsemi.
Gamli læknirinn: Og við læknarn-
ir ættum náttúrlega, að heimta að fá
að skoða þrjótana, og skipa lögregl-
unni að fara með þá á geðveikra hæli.
Nú eru kenningar þínar að verða
broslegar, Jonni minn.
Jonni: Og þínar grátlegar. Eg
skal taka sjálfan mig sem dæmi. Þú
hefir annast mig síðan eg var í móð-
urkviði, varið mig fyrir margskonar
kvillum og landfarsóttum, gefið móð-
ur minni holl ráð um meðferð á mér,
jafnvel sagt fyrir um klæðnað minn
og matarhæfi, og ert nú upp með þér
af hreysti minni og heilbrigði. Og
nú er eg fær! Fær til hvers? Fær
til að fara í önnur lönd og drepa eða
limlesta meðbræður mína, sem eg á
engar sakir við; og má búast við að
verða sjálfur limlestur eða drepinn.
Og séu hinir svonefndu óvinir mínir
upplýstir menn, hafa þeir sama við-
horf og eg. Er nokkurt vit í öðrum
eins fjarstæðum?
Gamli læknirinn: Vit eða óvit.
Ekki ræður þú bót á þe^su með því
að kasta þér fyrir byssukjaftana.
Jonni: Þið kennið að varúð, við-
höfð í tæk tíð, komi oft í veg fyrir
veikindi og jafnvel meinsemdir sem
annars krefðust skurðlækninga. í
þessu tilfelli hafið þið gjörsamlega
brugðist þessari kenningu ykkar, og
því liggur ekki annað fyrir en skurð-
lækning. Hvort hún hepnast verður
eins mikið undir ykkur komið, eins
og okkur hinum, sem ganga á víg-
völlinn. Okkar stríð kemur svo best
að notum, að þið breytið eftir kenn-
ingu ykkar, en hengið hana ekki upp
á vegginn aðeins til prýðis.
Gamli læknirinn: Eg sé að engn
tauti verður við þig komið fyr en þu
hefir ausið þér út. Láttu mig °u
heyra, hvernig læknastéttin ætti að
haga sér, svo hún slyppi við ákærui
þínar. En mundu eftir að verka-
hringur hennar liggur.utan stjórn-
málanna.
Jonni: Því neita eg fastlega. Eg
veit ekki betur en þið hafið nú þega1
allmikil völd þegar til heilsufars
þjóðarinnar kemur og annars sem að
því lýtur. Það þætti aum landstjórn,
sem væri án heilbrigðismáladeildar,
og sú deild lítils metin, færi hún ekki
að ykkar ráðum. Eða eru það ekki
aðallega læknar, ásamt verkfræðing'
um og ýmsum handverksmönnum,
sem ráða fyrir um fyrirkomulag °»
útbúnað á flestu því sem snerth'
heilsufar almennings, alt frá umbun ■
aði á salernum og saurrennum t'!
lofthreinsunar og lýsinga himinhárra
halla, ekki síður en náma í iðrum
jarðar? Og svo voldugir eruð þið, ^
einn af ykkar minstu stéttarbræðrum
getur kyrsett stærsta hafskip heimS'
ins, álíti hann einn einasta farþeg3
haldinn af smitandi veiki. (Þögn)’
Gamli læknirinn. Haltu áfrarn- Þu
hefir sjálfsagt hugsað þér hvernig
heilbrigðismáladeild okkar þjóðar 2
að afstýra styrjöldum í annari heims
álfu.
Jonni: Á líkan hátt og hún ver
þjóðina fyrir slysum, gaseitrun
drepsóttum. Fyrst og fremst getul
hún heimtað að landstjórnin taki fyr
ir tilbúning á öllu því, sem að vl£
búnaði lýtur.