Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 61
OKKAR Á MILLI
39
festir þeirra meiri siðferðislegan rétt
til að ráðslaga örlögum fjöldans, en
eg hefði til að stunda lækningar.
Hvernig komast þessir menn til
valda? Ekki hafa þeir notið sér-
mentunar í sögu, hagfræði, félags-
fræði né öðrum greinum, sem lúta að
stjórnmálum. Að minsta kosti er
Þess ekki krafist af þeim. Nei. í
stað sérmentunar og viðurkendra
^annkosta, ráða efnahagur, kænska
°g kjaftavit hvort þeir komast í
valdasessinn. Að eg tali nú ekki um
hina, sem taka völdin að erfðum, þó
Þeir kunni að vera bófar eða bjánar
eða hvort tveggja. Það mætti ekki
^inna vera, en heimtað væri skírteini
af þessum náungum, þess efnis að
Þeir væru ósnertir af ágirnd og valda-
fíkn. Því menn sem hafa það mark-
mið í lífinu, að hrúga saman fé, sem
Þeir geta aldrei notið, eða ráða ör-
iögum annara án þess, að bera vel-
ferð þeirra fyrir brjósti, eiga fremur
i'eima á geðveikrahælum, en í þing-
solum. (Þögn).
Gamli læknirinn: Mikið dreymir
Þig. Jonni minn.
Jonni: Fleiri en mig hefir dreymt
um alheims frið. Sumir hafa jafnvel
hl°tið friðar-verðlaun Nóbels fyrir
öraumóra sína. Ekki hafið þið lækn-
arnir orðið fyrir þeirri sæmd. — Þið,
Sem þykist útvaldir til að stemma
stlgu fyrir eymd og böli mannkyns-
lns, hafið aldrei hrært hönd né tungu
tjl að firra það mestu hörmungum
Þess — styrjöldunum. Nóg að þið
elgnið ykkur slagorð og hengið það
UPP á vegginn. (Þögn).
Gam/i' læknirinn: En nú duga ekki
einu sinnj draumórar og bollalegg-
lngar.
Jonni: Nei. Við, sem færir erum,
verðum að fara — í þetta sinn.
Gamli læknirinn: Ekki allir. —
Margir verða að vera heima.
Jonni: Já, eldri kynslóðin. En þó
við hinir yngri sitjum að krásinni,
spái eg að þið sem eldri eruð, hljótið
meir en reykinn af réttunum.
Gamli læknirinn: Eg á bágt með að
sjá samræmi í friðar-prédikun þinni
og ákvörðun að ganga í herinn, án
þess að hafa nokkra vissu fyrir, að
þú verðir þar að meira liði en þó þú
værir heima.
Jonni: Eg einn verð að dæma um
það. Komi eg til baka heill á húfi,
getur skeð að eg beiti mér fyrir frið-
armálum framtíðarinnar; verði eg
drepinn eða limlestur, kant þú að
vakna til meðvitundar um, að styrj-
aldir eru engu síður hættulegar en
landfarsóttir og annað því um líkt,
og að mottóið okkar hafi víðtækari
merkingu en þú hyggur nú. Ef til
vill á þetta gamla leikfang okkar
mestan þátt í, að eg geng í herinn.
Finn þig seinna. (Fer út til vinstri).
ÞRIÐJA SÝNING
Hefst þar sem fyrstu sýningu lauk.
Breytingin gerist með sömu gern-
ingum og fyr.
Gamli læknirinn: Sama daginn
innritaðist Jonni í fótgönguliðið.
Ungi læknirinn: Hann hefir verið
einkennilegur maður.
Gamli læknirinn: Aldrei fanst
okkur það, meðan hann umgekst
okkur. Og bréf hans frá vígstöðv-
unum voru blátt áfram. Hann skrif-
aði oft og það síðasta kom eftir að
foreldrar hans meðtóku hraðskeytið
sem tilkynti þeim að hann væri týnd-
ur.