Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 66
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ins, eins og Guðmundur Friðjónsson kallaði sig oft í gamni og alvöru, verið svo hvell og sérróma, að fáir eða engir hafa komist undir lag með honum, og einmitt þessvegna saknar maður hennar kannske ennþá meir. Þegar eg var unglingur, voru báðir þessir menn komnir fram á ritvöllinn og létu hið vígamannlegasta. Þótt þeir væru ólíkir, man eg eftir því, að mér hætti við að blanda þeim saman. Þessir nafnar skrifuðu meira en aðr- ir menn; blöðin voru full af greinum eftir þá, og það háværum pistlum á stundum. Báðir voru þeir Þingey- ingar, og báðir munu þeir hafa verið Valtýingar; en það voru ekki með- mæli með þeim í heimastjórnarsveit þeirri, sem eg ólst upp í. Og inst inni voru þessir nafnar innilega sam- mála í þjóðrækni sinni og ást á ís- lenskum arfi, í tungunni, í bókment- unum og í eðli sveitafólksins. Það var því ekki að ófyrirsynju, að Guð- mundur Finnbogason skrifaði fyrst- ur manna um nafna sinn af ágætum skilningi, þar sem aðrir mentamenn höfðu þá mest haft nafn hans í skimpi og flimtingi. Samt var margt, sem skildi þá, ekk: síst á yngri árum. Guðmundur Frið- jónsson var lítt skólagenginn maður, og eftir að hann hafði fest ráð sitt í hinni virðulegu stöðu bóndans, skaut hann oftast ómildum hornaugum til þeirra manna, er hann kallaði “hlaupaklaufir á mentaveginum”. — Þótti þessum sjálfmentaða manni lit- ið varið í skóla og lærða menn yfir höfuð. Hér á móti var Guðmundur Finnbogason háskólagenginn doktor og víðmentaðri og víðsýnni en marg- ir hans jafnaldrar og svo mikill skóla- maður, að hann gerðist frumkvöðull að skólakerfi því hinu nýja, er tók börnin skyldutaki, er þau voru sjö ára, og slepti ekki af þeim hendinni fyr en þau voru útlærðir stúdentar. Alt þetta var Guðmundi Friðjóns- syni auðvitað mikill þyrnir í augum, og yfirleitt var hann, frá því að hann tók að skrifa fyrir alvöru, allmikill íhaldsmaður á flestum sviðum, nema að því er snerti kirkju og klerka, því, eins og fleiri Þingeyingar á þeim árum, hélt hann lítið upp á þá stétt og stofnun. Guðmundur Finnbogason var aftur á móti framfaramaður hinn mesti, eins og hans var von og vísa, vegna hinnar ódræpu bjartsýni, er entist honum fram til dauðadags. Síðar meir — á þriðja tug aldar- innar — áttu þeir nafnar meiri sam- leið, því þá logaði upp í báðum ástin til ættjarðarinnar og hinna fornu leifða. Báðir leituðu aftur í blá- móðu aldanna, báðir voru fengsælir á þeim vettvangi. Og síðasta ára- tuginn, sem þeir lifðu, snerust þeir líka báðir öndverðir gegn hinum nýju stefnum, sem risu í rótlausum bæjunum, stefnum verkamanna og hinna vinstri manna, er áttu sína fremstu formælendur í mönnum eins og Þorbergi Þórðarsyni og H. K- Laxness. Það var ekki laust við að þessi yngsta kynslóð sakaði Guðmund Finnbogason um stofulærdóm, en nafna hans á Sandi um sótsvart íhald og elliglöp. Sannleikurinn er nú sá, að leitun mun hafa verið á mönnum, sem betur báru háan aldur en þeir nafnar. Guð- mundur Finnbogason var síhraustur og síungur, þar til hjartað bilaði. Guðmundur Friðjónsson átti ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.