Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 90
68 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hann stundaði sérstaklega. Hann las merkar bækur alls konar efnis. Eg hélt lengi að hann einskorðaði lestur sinn við það eitt, sem tilheyrði lækn- isfræði og heilbrigði, og það var af tilviljun einni að eg sannfærðist um hið gagnstæða: Það var einn dag þegar eg var á Lundar að eg símaði honum og bað hann að koma norður og skoða með mér veika konu: “Það er sjálfsagt,” svaraði hann, og svo kom hann með lestinni undir kvöld. Það var vor og vegir lítt færir. Við ókum á kerru með tveimur hestum fyrir og gátum ekki farið nema fet fyrir fet; en vegalengdin var um 12 mílur. Hann varð að ná í lestina næsta morgun; við vorum því á ferð- inni mikinn part næturinnar. Við töluðum saman um alla heima og geima og mér til hinnar mestu undr- unar sagði hann mér efnið úr bókum, sem hann hafði lesið og sumar þeirra áttu ekkert skylt við starf hans eða stöðu. T. d. hafði hann lesið heil- mikið um andatrú; hún var þá á há- flugi. Og hann hafði reynt að setja sig sem allra best inn í hugsanir þess fólks, sem þeirri kenningu fylgdi. Eg vissi það eftir þessa nótt, sem eg hafði ekki vitað fyr, hversu vel hann gat sett sig inn í tilfinningar annara: hefir það eflaust átt mikinn þátt í því hversu fullkomið traust og takmarka- lausa tiltrú fólk bar til hans — jafn- vel þeir sem ekkert þektu hann. Það var t. d. algengt að veikt fólk i sjúkrahúsum sagði blá'tt áfram að sér liði betur í hvert skifti, sem hann kæmi inn í sjúkrastofuna — það var eins og hann flytti með sér einhvern andlegan læknandi kraft, sem ræki sársaukann á flótta og veitti frið. Á þetta minnist séra Kristinn í grein sinni, sem birt er í “Sameiningunni” í síðastliðnum júlímánuði. Eg var sjálfur sjúklingur hans og fann til þess hversu mikill sannleik- ur var í því fólginn að hann læknaði ekki einungis með hnífnum og hönd- unum, heldur einnig með nærveru sinni og framkomu. Dr. Brandson átti svo mikinn og merkan þátt í öllu lífi Vestur-íslend- inga (auk hins margþætta starfs, sem hann vann með hérlendu fólki), og hann þótti svo sjálfsagður leiðtogi • mörgum skilningi, að þeir hafa tæp- lega getað áttað sig á því enn að hann sé horfinn af hérvistarsviði for- ystu og framkvæmda þeirra á meðal- Þeim finst þeir hljóti ennþá að geta sagt eins og Þ. Þ. Þ. segir í kvæði sínu til hans: “Þú ert okkar virðingar vörður sá, sem Vestmanna allra er sómi.” Jafnframt því að sinna fádæma mik- illi aðsókn sjúklinga, sem til hans streymdu úr öllum áttum um langt skeið, og gegna auk þess vandasömn embætti sem prófessor við lækna- deild háskólans var hann einnig sí- starfandi, ráðleggjandi og leiðbein- andi í flestum málum landa sinna- Hann var alla ævi stoð og stytta Lút- erska kirkjufélagsins og heiðursfor- seti Fyrsta lúterska safnaðar þegat hann féll frá. Munu fáir hafa stutt lengur eða betur þann félagsskap- bæði með fé og framlögðum kröftum- Hann studdi bindindismálið alla ævi, og geyma blöðin íslensku marg3 fróðlega fyrirlestra og margar rök- studdar ritgerðir eftir hann um þa^ mál. Hann var árum saman forseti ís' lendingadagsins, og eftir honum var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.