Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 90
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hann stundaði sérstaklega. Hann las
merkar bækur alls konar efnis. Eg
hélt lengi að hann einskorðaði lestur
sinn við það eitt, sem tilheyrði lækn-
isfræði og heilbrigði, og það var af
tilviljun einni að eg sannfærðist um
hið gagnstæða: Það var einn dag
þegar eg var á Lundar að eg símaði
honum og bað hann að koma norður
og skoða með mér veika konu: “Það
er sjálfsagt,” svaraði hann, og svo
kom hann með lestinni undir kvöld.
Það var vor og vegir lítt færir. Við
ókum á kerru með tveimur hestum
fyrir og gátum ekki farið nema fet
fyrir fet; en vegalengdin var um
12 mílur. Hann varð að ná í lestina
næsta morgun; við vorum því á ferð-
inni mikinn part næturinnar. Við
töluðum saman um alla heima og
geima og mér til hinnar mestu undr-
unar sagði hann mér efnið úr bókum,
sem hann hafði lesið og sumar þeirra
áttu ekkert skylt við starf hans eða
stöðu. T. d. hafði hann lesið heil-
mikið um andatrú; hún var þá á há-
flugi. Og hann hafði reynt að setja
sig sem allra best inn í hugsanir þess
fólks, sem þeirri kenningu fylgdi.
Eg vissi það eftir þessa nótt, sem eg
hafði ekki vitað fyr, hversu vel hann
gat sett sig inn í tilfinningar annara:
hefir það eflaust átt mikinn þátt í því
hversu fullkomið traust og takmarka-
lausa tiltrú fólk bar til hans — jafn-
vel þeir sem ekkert þektu hann. Það
var t. d. algengt að veikt fólk i
sjúkrahúsum sagði blá'tt áfram að sér
liði betur í hvert skifti, sem hann
kæmi inn í sjúkrastofuna — það var
eins og hann flytti með sér einhvern
andlegan læknandi kraft, sem ræki
sársaukann á flótta og veitti frið.
Á þetta minnist séra Kristinn í grein
sinni, sem birt er í “Sameiningunni”
í síðastliðnum júlímánuði.
Eg var sjálfur sjúklingur hans og
fann til þess hversu mikill sannleik-
ur var í því fólginn að hann læknaði
ekki einungis með hnífnum og hönd-
unum, heldur einnig með nærveru
sinni og framkomu.
Dr. Brandson átti svo mikinn og
merkan þátt í öllu lífi Vestur-íslend-
inga (auk hins margþætta starfs, sem
hann vann með hérlendu fólki), og
hann þótti svo sjálfsagður leiðtogi •
mörgum skilningi, að þeir hafa tæp-
lega getað áttað sig á því enn að
hann sé horfinn af hérvistarsviði for-
ystu og framkvæmda þeirra á meðal-
Þeim finst þeir hljóti ennþá að geta
sagt eins og Þ. Þ. Þ. segir í kvæði
sínu til hans:
“Þú ert okkar virðingar vörður sá,
sem Vestmanna allra er sómi.”
Jafnframt því að sinna fádæma mik-
illi aðsókn sjúklinga, sem til hans
streymdu úr öllum áttum um langt
skeið, og gegna auk þess vandasömn
embætti sem prófessor við lækna-
deild háskólans var hann einnig sí-
starfandi, ráðleggjandi og leiðbein-
andi í flestum málum landa sinna-
Hann var alla ævi stoð og stytta Lút-
erska kirkjufélagsins og heiðursfor-
seti Fyrsta lúterska safnaðar þegat
hann féll frá. Munu fáir hafa stutt
lengur eða betur þann félagsskap-
bæði með fé og framlögðum kröftum-
Hann studdi bindindismálið alla
ævi, og geyma blöðin íslensku marg3
fróðlega fyrirlestra og margar rök-
studdar ritgerðir eftir hann um þa^
mál.
Hann var árum saman forseti ís'
lendingadagsins, og eftir honum var