Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 97
MAÐURINN FRÁ NYJA-SJÁLANDI 75 Auckland. f fyrra sumar tók eg mér ferð á hendur alla leið til Skotlands, til þess að finna ættfólk mitt, sem býr í Glasgow. Og nú er eg á heim- leið. Eg fer þessa leið — um Canada — af því að eg á nokkur nákomin skyldmenni í British Columbia, og mig langar til að finna þau og dvelja hjá þeim til vors, og þá stíg eg á skipsfjöl í Vancouver og fer heim.” “Hvaða atvinnu stundar þú í Nýja- Sjálandi?” spurði eg. “Faðir minn átti lengi stórar sauða- bjarðir, og eg hafði snemma fjár- gaeslu á hendi fyrir hann. Það má því með sanni segja, að eg sé íjár- tnaður, þó að eg að vísu hafi með koflum unnið í námum og við skóg- arhögg.” “Hafðir þú ekki mikla unun af að ferðast um Skotland?” spurði eg. “Jú,” sagði Wilson, eg hafði mikla skemtun af því. Allir, eða flestir, bera hlýjan hug til lands forfeðra sinna. Eg hafði lengi þráð það mik- ið, að sjá Skotland og koma á æsku- stöðvar foreldra minna. En hvort sem þið trúið því, eða trúið því ekki. þá er það þó alveg satt, að mig sár- langaði líka til að fara norður til ís- lands og ferðast þar um á þeim tíma arsins, sem lengstur er dagur þar n°rður frá.” E? rak nú upp stór augu. Þetta þykir mér sérlega merki- legt,” sagði eg. “Og af hvaða ástæðu langar þig svo mjög til að sjá fs- land?” Áf því, að ísland og Nýja-Sjáland eiga sammerkt í svo mörgu,” sagði ^Vilson; “fsland er nyrsta hvítra ^nna bygð á þessari jörð, en Nýja- ^jáland hin syðsta. Bæði löndin ]lggja langt frá öðrum löndum, eink- um Nýja Sjáland, sem er meira en þúsund mílur enskar frá Ástralíu.” “En Nýja-Sjáland er vafalaust meira hagsældarland en fsland,” sagði eg; “þið hafið þar mikla korn- yrkju og meiri f járrækt en á sér stað á íslandi. Hjá ykkur eru, að sögn, allmiklir skógar, og þið grafið til gulls og annara málma. Eða er það ekki þannig?” “Jú, þetta er laukrétt,” sagði Wil- son, “en Nýja-Sjáland á líka sína jökla, fossa, laugar (eða hvera) og straumharðar ár, og þar er stundum mjög stormasamt, og jarðskjálfta- kippir koma þar oft, alveg eins og á íslandi. ísland er samt, að minni hyggju, ennþá meira undraland en Nýja-Sjáland. Þið, íslendingar, eig- ið meiri og lengri, og ef til vill merkilegri, sögu en við. Okkar saga nær varla yfir lengra tímabil en tæp hundrað ár (að undanskildri sögu frumbyggjanna Maoris), en ykkur saga nær yfir fullar tíu aldir. Og til íslands vildi eg fara, ef ástæður mín- ar hefðu leyft það, aðallega til þess, að sjá bækurnar ykkar og handritin. Eg hefi heyrt svo mikið um hinar fornu og frægu bókmentir ykkar. Eg hefi heyrt getið um Snorra Sturluson. Eg hefi lesið Njálssögu á ensku, þýdda af Sir George Webbe Dasent, og hina ensku þýðingu George Ainslie Hight’s á Grettis- sögu. Og svo kyntist eg íslending, sem varð vildarvinur minn og sagði mér ótal margt um ísland, íslensku þjóðina og bókmentir hennar.” “Hvar kyntist þú honum?” spurði eg- “í Nýja-Sjálandi.” “Hvað hét hann?”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.