Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 97
MAÐURINN FRÁ NYJA-SJÁLANDI
75
Auckland. f fyrra sumar tók eg mér
ferð á hendur alla leið til Skotlands,
til þess að finna ættfólk mitt, sem
býr í Glasgow. Og nú er eg á heim-
leið. Eg fer þessa leið — um Canada
— af því að eg á nokkur nákomin
skyldmenni í British Columbia, og
mig langar til að finna þau og dvelja
hjá þeim til vors, og þá stíg eg á
skipsfjöl í Vancouver og fer heim.”
“Hvaða atvinnu stundar þú í Nýja-
Sjálandi?” spurði eg.
“Faðir minn átti lengi stórar sauða-
bjarðir, og eg hafði snemma fjár-
gaeslu á hendi fyrir hann. Það má
því með sanni segja, að eg sé íjár-
tnaður, þó að eg að vísu hafi með
koflum unnið í námum og við skóg-
arhögg.”
“Hafðir þú ekki mikla unun af að
ferðast um Skotland?” spurði eg.
“Jú,” sagði Wilson, eg hafði mikla
skemtun af því. Allir, eða flestir,
bera hlýjan hug til lands forfeðra
sinna. Eg hafði lengi þráð það mik-
ið, að sjá Skotland og koma á æsku-
stöðvar foreldra minna. En hvort
sem þið trúið því, eða trúið því ekki.
þá er það þó alveg satt, að mig sár-
langaði líka til að fara norður til ís-
lands og ferðast þar um á þeim tíma
arsins, sem lengstur er dagur þar
n°rður frá.”
E? rak nú upp stór augu.
Þetta þykir mér sérlega merki-
legt,” sagði eg. “Og af hvaða ástæðu
langar þig svo mjög til að sjá fs-
land?”
Áf því, að ísland og Nýja-Sjáland
eiga sammerkt í svo mörgu,” sagði
^Vilson; “fsland er nyrsta hvítra
^nna bygð á þessari jörð, en Nýja-
^jáland hin syðsta. Bæði löndin
]lggja langt frá öðrum löndum, eink-
um Nýja Sjáland, sem er meira en
þúsund mílur enskar frá Ástralíu.”
“En Nýja-Sjáland er vafalaust
meira hagsældarland en fsland,”
sagði eg; “þið hafið þar mikla korn-
yrkju og meiri f járrækt en á sér stað
á íslandi. Hjá ykkur eru, að sögn,
allmiklir skógar, og þið grafið til
gulls og annara málma. Eða er það
ekki þannig?”
“Jú, þetta er laukrétt,” sagði Wil-
son, “en Nýja-Sjáland á líka sína
jökla, fossa, laugar (eða hvera) og
straumharðar ár, og þar er stundum
mjög stormasamt, og jarðskjálfta-
kippir koma þar oft, alveg eins og á
íslandi. ísland er samt, að minni
hyggju, ennþá meira undraland en
Nýja-Sjáland. Þið, íslendingar, eig-
ið meiri og lengri, og ef til vill
merkilegri, sögu en við. Okkar saga
nær varla yfir lengra tímabil en tæp
hundrað ár (að undanskildri sögu
frumbyggjanna Maoris), en ykkur
saga nær yfir fullar tíu aldir. Og til
íslands vildi eg fara, ef ástæður mín-
ar hefðu leyft það, aðallega til þess,
að sjá bækurnar ykkar og handritin.
Eg hefi heyrt svo mikið um hinar
fornu og frægu bókmentir ykkar.
Eg hefi heyrt getið um Snorra
Sturluson. Eg hefi lesið Njálssögu
á ensku, þýdda af Sir George Webbe
Dasent, og hina ensku þýðingu
George Ainslie Hight’s á Grettis-
sögu. Og svo kyntist eg íslending,
sem varð vildarvinur minn og sagði
mér ótal margt um ísland, íslensku
þjóðina og bókmentir hennar.”
“Hvar kyntist þú honum?” spurði
eg-
“í Nýja-Sjálandi.”
“Hvað hét hann?”