Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 101
MAÐURINN FRÁ NYJA-SJÁLANDI
79
henni. Eg get því ekki sagt hana
alla, og hreint ekki á líkan hátt og
hann sagði hana. En aðalinnihald
hennar er þannig:
Það eru um níu hundruð ár síðan
saga þessi gjörðist, og hún gjörðist á
Norðurlöndum. Það er sönn saga, og
hún var snemma faerð í letur á ís-
lensku og hefir verið þýdd á margar
tungur. Hún er af konungi, sem var
ungur að aldri, þegar hann settist að
vÖldum. Faðir hans, sem líka var
konungur á Norðurlöndum, hafði far-
ið fram með lítilli vægð við þegna
sína, og urðu margir honum óvin-
veittir, og gjörðu bændur uppreisn
°g börðust við hann, og þar féll hann
í grimmum bardaga. Þegar hinn
ungi konungur tók við völdum, byrj-
aði hann stjórn sína með allmikilli
hörku, því að honum var mjög gramt
1 geði til þjóðarinnar fyrir óhlýðni
hennar við föður hans. Var fram-
koma hins unga konungs gagnvart
nllum, jafnvel ráðgjöfum hans og
hirðmönnum, svo stirð og hranaleg,
°g orð hans svo bitur og særandi, að
ttiargir þeirra, sem honum voru ná-
homnir og vinveittir, óttuðust, að
þjóðin mundi gjöra uppreisn og reka
hann frá völdum, ef hann héldi áfram
að vera harðstjóri. Kom ráðgjöfun-
Um og hirðmönnunum saman um það,
að einhver þeirra yrði að áminna
hann og vanda um við hann. En
flestum hraus hugur við, að takast
það á hendur. Var að lokum afráðið,
að kasta skyldi hlut um, hver segja
skyldi konungi til siðanna. Með
hlrðinni var um það leyti íslenskur
maður, sem var mikið skáld og verið
uafði mikill vinur föður hins unga
k°nungs, og báru allir hirðmennirnir
óbilandi traust til þessa fslendings.
og þegar kastað var hlut, var stilt svo
til, að hlutur skáldsins kom upp. Orti
þá íslendingurinn langt og voldugt
kvæði, gekk fyrir hinn unga konung
og flutti honum kvæðið. En í kvæð-
inu var alt, sem íslendingurinn vildi
segja konunginum. Hann byrjaði
kvæðið með mildum og hógværum
orðum, minti hinn unga konung á
föður hans, og bað hann að reiðast
ekki við bersögli ráðgjafa sinna. Þar
næst lét skáldið hvert reiðarslagið
fylgja og sagði konungi afdráttar-
laust til syndanna, og sagði meðal
annars:
“Hver eggjar þig að ganga á bak
málum þínum? Fastorður skyldi
konungur vera. Hver eggjar þig að
höggva bú þegna þinna?”
Skáldið bað hann að varast þetta.
“Vinur er sá, er varar,” sagði skáldið.
Og hann endaði kvæðið mjög fagur-
lega og kvaðst vilja lifa og deyja
með hinum unga konungi, en skoraði
jafnframt á hann, að breyta sér og
hegðun sinni sem allra skjótast. Kon-
ungurinn hlustaði á kvæðið með mik-
illi eftirtekt, og það hafði góð áhrif
á hann, því að hann var vitur maður.
Hann hlýddi orðum skáldsins og varð
upp frá því mildur og réttlátur kon-
ungur, sem þjóðin hans virti og elsk-
aði. Hann og hinn berorði, djarf-
mælti íslendingur voru vildarvinir
eftir það á meðan þeir báðir lifðu.
Þannig gat hið ágæta íslenska skáld,
með einu kvæði, afstýrt innanríkis
óeirðum og bardögum.
“Þannig er aðal-inntak sögu þeirr-
ar, sem Hans sagði okkur í skálan-
um þetta áminsta sunnudagskvöld,”
sagði Wilson; “og sagan hreif á svip-