Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 106
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
istic Institute of America” í New
Haven.
III.
Eitt af þeim mörgu fyrirbrigðum
í lífi og háttum manna eru hinar svo-
nefndu mállýskur, sem oft og tíðum
einkenna svo málfæri fólks, að hægt
er að geta sér til um, úr hvaða fjórð-
ungum eða bygðarlögum það er runn-
ið. Lýsir það sér ekki aðeins í orða-
lagi og sérkennilegum talsháttum,
heldur og í framburði algengra orða
og í hreim málsins. Út á þann hála
ís ætla eg ekki þó að hætta mér, að
reyna að grafa fyrir rætur þess eða
útskýra það á fræðimannlegan hátt.
En ætla má, að hin sameiginlegu ein-
kenni hverrar mállýsku stafi af ein-
angrun eins landshluta frá öðrum. Á
það þá einkum við stafaframburð og
hljóm orðanna. Einstök orðatiltæki
(skrípaorð og sérvisku hnykkir)
spretta að líkindum að einhverju
leyti af löngun til að vera frumlegir
í máli og öðruvísi en aðrir menn. En
raddblær, hæð og dýpt, að svo miklu
leyti, sem hann ekki er eftirherma,
byggist á sköpun barkakýlis hvers
einstaklings, og verður víst ekkert
við því gjört, meðan hverri hljóð-
stöfu ekki gefið víst svið og sveiflu-
fjöldi eins og nótunum í tónstigan-
um. Öll þessi afbrigði verða að
hverfa eða lagast með tímanum. Út-
varp og hljóðritun ætti að geta af-
numið allar mállýskur á skömmum
tíma — einkum ef þjóðin gæti öðlast
þá djörfung, að endurbæta stafrófið
svo, að til væri stafur fyrir hvert
ákveðið hljóð, og einn óbreytilegur
framburður hvers bókstafs því sam-
fara. Ætti þá enginn maður eða kona
að fá kennaraleyfi, sem ekki hefði
staðist próf í hinum viðurkenda rétta
framburði. Við kensluna yrði og aó
nota hljómplötur til skilningsauka.
Gæti þetta gefið síðari tíma hljóð-
fræðingum nýtt og aukið verksvið.
Ekki hefi eg haft af því, að spyrj3
dr. Stefán þess, hvað olli því, að hann
gjörði hljóðfræði að sérgrein í a'
framhaldsnámi sínu. En ekki mufl
fjarri sanni, að geta sér til, að þaó
hafi að einhverju leyti leitt hann inn
á þá braut, að hann þegar á háskóla'
námsárum sínum vann fyrir sér með
því, að aðstoða þá Sigfús Blöndal
og Jón Ófeigsson við hina miklu is'
lensk-dönsku orðabók, sem Blönda1
var aðalritstjóri að. Kom það mest
á Stefán, að búa undir prentun hljóð-
skrift og framburðar táknanir bók-
arinnar og lesa af því próförk. í5?
var hann og uppalinn á þeim stöðv*
um, þar sem tvær öldur ólíks fra111'
burðar rákust á — austfirskan 0£
sunnlenskan. Gjörir hann einmú-
grein fyrir mörgu af því í ritgjÖrðun1
sínum um málbreytingar og hljóó
villur. Eitt er víst, að meistarapró^
ritgjörð sína skrifar hann um lS
lenska hljóðfræði, og sama er a<
segja um doktors ritgjörð hans.
Þó skrítið sé, byrjar samt ekki r'1
höfundarferill þessa unga manns
málfræðilegum efnum, ef þessar vlS
indalegu prófritgerðir eru unda°
skildar. Heldur sökkvir hann se
fyrirvaralítið ofan í sagnfraeðile£
efni. Á eg þar við Sögu Eiríks Ma^
nússonar, er hann reit veturinn se°^
hann dvaldi í Viðey, sem áður
drepið á. Eiríkur var ömmubró ^
hans. Gjörði hann það og mest fyr
. • pIÍO1*
áskorun vina og frænda sinna,
stóðu þeir bræður, Ólafur og MaSn^
Gíslasynir, systursynir Eiríks, nfl
an straum af kostnaðinum við rl