Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 107
ÚTVERÐIR ISLENSKRA FRÆÐA
85
bókarinnar og útgáfu. Á háskólaár-
Urn sínum hafði Stefán safnað drög-
Uru til sögunnar, og svo síðast, er
hann dvaldi um tíma í Cambridge
■^925. Útgáfu bókarinnar var að vísu
^restað þangað til á aldarafmæli
Eiríks (1933), eins og skýrt er frá í
formála hennar.
Þessi bók, sem bygð er á nákvæmri
rannsókn bóka, bréfa, skjala og skil-
rikja þeirra tíma, bæði á íslandi og
^nglandi, er ekki aðeins ævisaga eins
^anns, heldur og sögulegt yfirlit
yfir helstu viðburði þess tímabils,
samband söguhetjunnar við Jón Sig-
Urðsson og fleiri þeirrar tíðar menn;
en einkum þó um verk það er hann
Var að vinna á Englandi í samvinnu
Vlð marga ágætustu menn Breta, eins
°g t. d. skáldið og snillinginn Wil-
i'am Morris, Powell og fleiri í þarfir
n°rrænnar menningar. Lýsir hann og
^nnkostum og skaphöfn söguhetj-
Urir>ar meistaralega, og lætur hann
þar ósjaldan sjálfan tala. Kennir þar
v*ða allhressilegrar austfirsku. Má
°uætt fullyrða, að þessi fyrsta bók
ðfundarins setji hann framarlega í
r°ð þeirra manna, er ævisögur rita.
^íðan hefir dr. Stefán verið sí-
s^rifandi. Eru víst fá íslensk tímarit,
^erri hann ekki hefir ritað í — t. d.
ðunni, Skírni, Óðinn, Eimreiðina og
eiri -— og í þessu tímariti á hann
e*gi færri en tólf eða þrettán rit-
SÍÖrðir, aðallega bókmenta og bók-
^^íitasögulegs efnis. Þá má eigi
|^eyma aragrúa af blaðagreinum um
efni, og ritdómum um bækur.
er>nir þar margra grasa og skoðana,
. v| maðurinn er óhræddur við að láta
)us álit sitt, hvað sem almennings-
sk‘tlUu kann að líða í það eða það
lið. Væri það að bera í bakka-
fullan lækinn, að nafngreina hverja
einstaka ritgjörð eða reyna að flokka
þær eftir efni. Enda verður ekki
farið út í þá sálma hér.
En alt þetta er vitanlega fyrir ís-
lenska lesendur. Undir kynningar og
fræðslustarfið út á við verður því
einkum að telja ritgerðir þær, er
hann hefir skrifað í annara þjóða
tímarit. Meðal þeirra má telja: Acta
Philologica Scandinavica, Arkiv för
nordisk filologi, Journal of English
and Germanic Philologi, Modern
Language Notes, Scandinavian
Studies and Notes, Life and Letters,
Island (Mitteilungen der Island-
freunde). Þá hefir hann um nokkur
ár verið meðritstjóri að Journal of
English and Germanic Philologi.
Fjalla þessar ritgerðir um harla
margvísleg efni, svo sem: hljóðfræði,
samanburðarmálfræði, e i n s t a k a
menn, fornmenjar og fornfræði rann-
sóknir. Ein grein er um áttir og átta
greiningu í nútíðarmáli og talvenjum
í ýmsum landshlutum; önnur um
sama efni, eins og það birtist í forn-
sögunum. Er hún eftirtektaverð, að
svo miklu leyti sem fræðimenn þykj-
ast geta ráðið að nokkru af, hvar
þetta eða hitt fornritið sé fært í
letur, eftir því hvernig greint er frá
áttum í því.
Tvö stærstu ritverk dr. Stefáns eru
nú á uppsiglingu.
Hið fyrra er kenslubók í íslensku,
er verður að öllu sjálfráðu komin á
bókamarkaðinn áður en þetta Tímarit
er fullprentað. Bókin heitir fullu
nafni: Icelandic: Grammar, Texts,
Glossaries, og er yfir fimm hundruð
blaðsíður í stóru broti, málfræðin
tekur yfir 180 bls., orðasafnið 200 síð-
ur, og aðrir hlutar bókarinnar eru