Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 111
ÆVISÖGUBROT
89
að flytja var meira virði að kunna
rnálið, en nokkrir dollarar, því það er
ekki hægt að fleka það frá manni,
eins og oft vill til um peningana.
Oft var mér kent um, ef eitthvað
misfórst eða skemdist. Sérstaklega
gerði einn vinnumaðurinn það. Til
dæmis var hann eitt sinn að kljúfa
við, og braut axarskaftið. Sagði hann
að eg hefði gert það. En svo hittist
a> að dóttir Roberts gekk framhjá,
þegar hann braut það, og bar hún, að
hún hefði séð hann brjóta skaftið.
Talaði Robert óblíðlega til stráksins,
°g rak hann eftir nokkra daga.
^egar kornsláttur var á enda og
ðindin orðin þur, byrjaði þreskingin,
°g svo plæging. Alt af voru nýjar
iexíur fyrir mig að læra. Fækkaði þá
vinnumönnum hjá Robert, og bauð
hann mér, ef eg vildi ráða mig til
arsvistar hjá sér, 200 dollara um árið.
-^að virtist vera gott kaup, eftir því
Sern þá gerðist. — Var eg þá í vand-
r®ðum, hvað eg ætti að gjöra. En þá
k°m þar norskur maður, sem búinn
var að vera mörg ár í Ameríku. Við
hann gat eg dálítið talað og skilið
kann vel. Eg sagði honum að eg
kefði ætlað til Minnesota, en ekki
komist fyrir peningaleysi. Hann
bauð mér að verða sér samferða, því
^ngað var ferð hans heitið. Hann
kvað alla vinnu betur borgaða þar.
^erti eg nú upp hugann og sagði
obert fyrirætlun mína. Mér skild-
lst> að hann ekki lá mér, þó mig lang-
abl til landa minna, og borgaði mér
6lris °g til stóð. Var eg þá búinn að
Vera þar um þrjá mánuði. Kvaddi eg
Sv° þessa góðu familíu með söknuði.
°lkið var alt saman valið í því, að
Stytta mér stundir og gera mér alt til
geðs, og þó það hlæji að mér stund-
um, þá var það alt græskulaust.
Nú lögðum við af stað, eg og sá
norski, sem kallaði sig Anderson.
Ferðin gekk vel vestur, en þegar
þangað kom var öll bændavinna búin.
Réði eg mig þá hjá Guðmundi Guð-
mundssyni, sem var agent vesturfar-
anna, og áður er getið. Hann bjó þá
skamt frá Minneota, þar sem flestir
fslendingar höfðu sest að. Þar var og
fjöldi af norsku fólki líka. Eg réði
mig þannig hjá Guðmundi, að eg
fengi að vinna kvöld og morgna fyrir
fæði, svo eg gæti gengið á skóla, sem
norskur umferðakennari hélt hjá
Eiríki Bergmann, sem bjó þar skamt
frá. Á þann skóla gekk eg í þrjá
mánuði til að læra ensku. Það var
öll mín skólaganga. En raunar má
segja, að maður sé í skóla lífsins alla
sína ævi. Nokkru eftir að skólinn
hætti, fór eg að vinna við járnbraue,
sem þá var verið að byggja í gegnum
Montana til gullnámanna í Black
Hills. Þar vann eg þangað til að upp-
skera byrjaði í Minnesota. Réði eg
mig þar hjá norskum bónda, og af
því eg hefði ekki gleymt því, sem eg
lærði hjá Robert gamla, hélt eg mig
færan í flestan sjó, og heimtaði hæsta
kaup, og fékk það — $3 á dag. Eftir
uppskerutímann fékk eg járnbrautar-
vinnu. Deildarstjórinn (section fore-
man) sem var röskur maður og nokk-
uð vinnuharður, var gerður yfirmað-
ur (Road Master), og bauð hann mér
þá að verða section-formaður. En
mér þótti það of bindandi og tók því
ekki. Eftir ár hætti eg vinnu á
brautinni, og tók að mér plægingu á
50 ekrum hjá bónda skamt frá Minne-
ota. Þá kom það fyrir eitt kvöld, þeg-
ar eg var að skila hrossunum heim til