Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 112
90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
bóndans, að leið mín lá í gegnum
þorpið. Gekk þá maður í veg fyrir
mig, sem hafði stóra búð þar í bæn-
um, og spurði mig hvort eg gæti tal-
að norsku og íslensku. Eg játti því.
Hann spyr mig þá hvort eg vilji
vinna í búð hjá sér. Eg sagðist kunna
of lítið í ensku. Hann sagði að það
væru mest norskir og íslenskir bú-
endur þar í kring. Nú var eg ekki
búinn að plægja ekrurnar, en samt
herti eg upp hugann, og lofaði að sjá
hann seinna um kvöldið. Sagði eg nú
bóndanum frá þessu tilboði búðar-
haldarans. Hann sagði strax: Taktu
þessu boði, þú getur lært mikið, við
að kynnast verslunar sökum, ef ykk-
ur semur. Eg fór svo um kvöldið að
sjá búðarhaldarann, sem hét Seals,
og sagðist skyldi reyna þetta. Það
fyrsta, sem eg þurfti að gjöra, var að
selja sjálfum mér ný föt. Nóg var til
að velja úr. Hann hafði alskonar
vörur, og í parti af búðinni hafði
hann mikið af meðölum, því hann
fékst töluvert við lækningar. En
við það átti eg ekkert, nema þá pat-
ent-lyfin. Hann var oft í gripakaup-
um, og var þá kona hans líka í búð-
inni. Hún var hálf dutlungalynd, og
fólki líkaði ekki að láta hana veita á
sig. Mér féll hún ekki heldur.
Þegar eg var búinn að vera þarna
hátt á annað ár, kom Helgi Jónsson,
útgefandi Leifs. Hafði hann farið
til íslands, og var nú á ferð heim aft-
ur til Winnipeg. Hann lét ekki bíða,
að biðja mig að koma norður með sér.
Hann ætlaði að byggja búð og byrja
verslun, strax og hann kæmi heim, og
bauð mér sama kaup og eg hafði, n.l.
50 dollara á mánuði. Þarna voru ein
vegamótin fyrir mig að velja um, og
þó gamla Seals væri ekki um að
missa mig, þá lofaði eg þó Helga að
koma, þegar hann væri búinn að
byggja búðina, sem hann bjóst við að
yrði seint í október. 1882 fór eg til
Winnipeg. Búðin var þá ekki full
smíðuð, og vann eg við ýmsa bygg"
ingarvinnu þangað til Helgi var bú-
inn með búðina og farinn að versla.
Eftir liðugan mánuð hjá Helga, lagð-
ist eg í taugaveiki, sem þá geisaði í
Winnipeg. Var mér lengi vel ekki
ætlað líf. Á meðan seldi Helgi versl-
un sína enskum manni, og byrjaði
aðra verslun á horninu á Isabella og
Notre Dame strætum. Þegar mér fór
að batna byrjaði eg aftur að vinna hja
Helga, og var þar í nærri tvö ár. Þa
seldi hann verslunina. Mörg bréf
fékk eg frá gamla Seals í Minneota
um að koma til sín aftur, og bauð að
borga fargjald mitt. En nú voru
kringumstæður mínar breyttar, svo
eg gat ekki tekið boði hans.
9. nóvember 1883 giftist eg SvövU
Björnsdóttur Skagfjörðs og Krist-
rúnar Sveinungadóttur konu hans.
1885 ferðaðist eg vestur að Kyrra-
hafi, til Victoríu á Vancouver-eynru-
Samferða mér voru þau hjón Harald'
ur Olson og kona hans, unglingspi^'
ur, sem Ólafur hét og Mrs. Morris-
Þó eg færi þá ferð á minn kostnað,
var hugmyndin, að líta eftir nýlendu-
svæði fyrir fslendinga, þar sem þel!
gætu sest að sem sérstakur þjóð-
flokkur líkt og í Nýja fslandi við
Winnipeg-vatn. Þetta var áður en
C. P. R. járnbrautin var lögð vestur
að hafi, svo við urðum að fara suður
til Bandaríkjanna og vestur Mo°
tana til Seattle og svo á skipi til VlC
toria. Eg hafði hugsað mér, að fara
alla leið norður á enda eyjarinnar,
sem mér var sagt að væri um