Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 122
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
konan um, að foreldrar Veigu hefðu
beinlínis rétt til að taka fram fyrir
hendurnar á henni í þessu máli.
Tengdadóttir Rannveigar gömlu,
móðir Veigu, hafði komið inn til
hennar í dag og sagt henni, að faðir
Veigu hefði sagt henni í morgun, að
hann hefði ekki búist við því frá
henni, að hún yrði ein af þeim, sem
bærust með æsingastraum stríðs-
áhrifanna í ástamálum, og hún gæti
slegið því á frest, að gifta sig, þar til
eftir stríðið. Veiga hafði engu svar-
að öðru en því, að hún hefði ekki tíma
til að tala um þetta núna, því hún
væri að verða of sein á stefnumót við
unnustann, og með það hafði hún
farið. Síðar hafði hún svo símað
móður sinni og beðið hana, að vera
við því búin að nokkrir gestir kæmu
með kvöldinu.
Andrúmsloftið hafði verið þungt í
húsinu í dag, en Rannveig gamla
hafði ekkert lagt til þessara mála
ennþá, hún varð að hugsa sig um.
Hún vissi vel, að faðir Veigu sá ekki
sólina fyrir henni, og hún skildi,
hversvegna hann vildi fresta þessari
giftingu. Hann var að hugsa um
framtíðar öryggi Veigu. En var ekki
alt öryggi á ringulreið í heiminum
núna? Og auðsjáanlega var Veiga
ekki að hugsa um, hvað þessi gifting
gat fært henni, heldur hitt, að hún
var að sjá á eftir manni, sem hún
unni, út í þennan hildarleik, sem
engin vissa var fyrir, að hann kæmi
til baka úr. En ástin hefir löngum
verið þyngri á metaskálunum heldur
en hagsmunir og öryggi; til allrar
hamingju var ekki hægt að kaupa
hana né selja.
Gamla konan varpaði öndinni
mæðilega; hún vissi, að ef Veigu og
föður hennar bæri of mikið á milli.
yrði það hvorugu létt. Gat hún
nokkuð greitt úr þessu? Hún var
hætt að skifta sér af hlutunum, komin
með annan fótinn inn í eilífðina, en
henni féll það ekki vel, að nýárið
byrjaði með fáleika innan fjölskyld-
unnar.
Þreytt og ráðalaus sló hún hugs-
unum sínum á dreif og hlustaði um
stund á vængjaþyt stormsins úti fyr'
ir. Og alt í einu var sem tjaldi tím-
ans væri svift til hliðar og annar veð-
ursöngur kvað í eyrum hennar. Hug'
ur Rannveigar gömlu hvarf nú allnr
inn á svið fortíðarinnar. Með leiftur'
hraða kallaði muni hennar fram
myndir og minningar, sem risu hrem-
ar og ómáðar upp úr djúpum tímans-
Af öllum þeim minningasæg, var
maður hennar fremstur í fylkingU’
hún heyrði raddblæ hans, og hun
heyrði aftur veðurhvininn kvöldið
sem hún sá hann í fyrsta sinni.
Hún var nú stödd heima á íslandn
heima í stofunni á Felli í rökkrinu d
gamla-ársdag fyrir meira en 60 árum
síðan. Dagurinn hafði verið þung
búinn og grár, logndrífan var að a'
gerast og veðursöngur hvein í fj°^
unum, og unga heimasætan var da
í skapi, því hún vissi að á hverrl
stundu mundi bresta á öskrandi hríð
arbylur og unga fólkið úr nágrenn
inu, sem hún hafði boðið heim a
nýársnóttina, mundi verða að sirla
heima veðurtept. Og hún ha
hlakkað svo mikið til, að hafa þenna’
gleðskap á nýárinu, og hafði Þur,.
að hafa mikla fyrirhöfn, til að fá ley
eldra fólksins, til að hafa þetta heina
boð. Foreldrar hennar og amma áhtl _
að gjálífi meðal yngra fólksins vae