Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 124
102
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Það dugir ekki að deila við veðrið
amma mín, og eg held að ósýnilegu
gestirnir komi ekki heldur hér í
nótt.” Hún horfði glettnum augum á
disk, sem gamla konan hélt á, fullum
af sælgætismat og spurði: “Er þetta
handa huldufólkinu? Eg er mest
hissa á þér, að halda svona fast við
gamla hjátrú, því að á ýmsan hátt
ert þú ekki mjög gamaldags.”
Gamla konan svaraði í föstum og
hægum róm: “Þetta er gamall og
góður íslenskur siður. Þú getur
gjarnan skoðað diskinn sem tákn
gestrisninnar, ef þér svo sýnist,” og
um leið og hún sagði þetta, gekk hún
yfir að skattholinu, tók lyklakippu
upp úr pilsvasa sínum, lauk upp ann-
ari hurðinni á skápnum og stakk
diskinum inn í hilluna, hallaði svo
hurðinni aftur, án þess að læsa henni.
Svo færði hún einn stólinn yfir að
ofninum, settist á hann og vermdi á
sér hendurnar og sagði góðlátlega:
“Eg er hrifin af svona framförum
eins og ofninum þeim arna, fallega
bjarta lampanum, gluggatjöldunum
og fleiru, sem móðir þín hefir fengið
til vegar komið, til að fegra og bæta
lífið hér á heimilinu. Eg lái ekki
tengdadóttur minni þótt hana langi
til, að auka hýbýlaprýðina og þæg-
indin með þessum nýtísku áhöldum.
Eg ann öllum verulegum framförum
og er glöð yfir því að vita, að þjóðin
er að vakna til meðvitundar um, að
vesalmenska er ekki til frambúðar.
En það er engin framför í því, að öll-
um góðum og fögrum siðum og þjóð-
háttum sé kastað hugsunarlaust á
sorphauginn. íslensk gestrisni er ein
af góðu gömlu siðunum, þar með
meina eg ekki heimboð eða veislu-
höld, eins og þú ætlaðir að hafa í
kvöld, heldur hitt, að taka vel á móti
°g gjöra gott hungruðu og þreyttu
ferðafólki, af hvaða stigum sem eru.
Meðan eg var húsfreyjan hér, reyndi
eg að fylgja þeim sið, og eg hélt á-
fram gamla siðnum, að byrja árið
með því, að ætla matarbita á nýárs-
nótt því ferðafólki, sem kynni að
vera á ferð, þótt menn yrðu þess ekki
varir. Nú sér móðir þín vel um alla
gesti, en öll mín gestrisni nú orðiö
er þessi eini diskur á nýársnótt.”
“Þú trúir því þó ekki, að huldufólk
sé til!”
Gamla konan brosti og sagði: “Eg
læt það liggja á milli hluta. Eg hefi
aldrei séð huldufólk, en eg hefi held-
ur aldrei séð engla guðs, sem seridn'
eru niður til jarðarinnar til að vernda
okkur, en eg trúi því, að þeir séu til.
og það veit eg, að þú efast þó ekki
um. Er það óhugsanlegt að á jörðinm
séu líka til einhverskonar verur, sem
ekki eru sýnilegar?”
“Það held eg að sé nú alveg óhugS'
anlegt, og fólk er hætt að festa trúnað
á slíkar sagnir, nema eins og skáld'
skap, þar sem ímyndunarafl skáld'
anna leikur sér að því, að segja fra
fólki, sem lifði í huliðsheimum töfrc'
og undra, því alt getur skeð í ævin'
týrum.”
“Jæja, eg þræti engu. Þegar eg
var barn voru mér sagðar huldufólks
sögur eins og sannleikur, en ekki
eins og ævintýri. Þessar sögur heiH'
uðu mig og það eru vafalaust þeirrJ
áhrif, sem eiga sinn þátt í því, að eS
hefi alla ævi haft þá trú — eða hjá
trú, að alt árið færi eftir því, hvorL
hlutirnir gengi manni með eða naót a
nýárinu.”
“Það verður skemtilegt ár, sem 1
hönd fer fyrir mig; hér sit eg el11