Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 128

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 128
106 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þetta mátti hún ekki hugsa nema gott eitt um Veigu. Þetta blessað fallega barn hafði oftast af öllum, kastað gleði og ástargeislum inn í líf hennar á síðari árum og lýst upp rökkurheim elliáranna. Auk þess var hún svo lík afa sínum, að útliti og í skapgerð, að það var henni ósegjanleg gleði að sjá persónuleik manns síns lifa áfram í Veigu. Þessvegna unni hún Veigu heitast allra sinna núlifandi vanda- manna. En stundum bar hún kvíðboga fyrir því, að Veiga hefði ef til vill erft fullmikið af djarfmensku og hrein- skilni afa síns, og í viðbót við það, var hún svo alin upp í þessu ótak- markaða frjálsræði. Hún óttaðist stundum, að Veiga yrði ein af þessum æðandi mannvélum, sem tapaði sál sinni út í veður og vind. Og Veiga lét sér fátt um finnast, þegar hún talaði um slíka hluti við hana og reyndi að benda henni á ýmislegt, sem Rannveigu gömlu fanst óviðeigandi og brjóta um of í bága við viðteknar siðvenjur. En Veiga var djarfmælt, og stundum varð gamla konan að viðurkenna sannleik- ann í orðum hennar. f fyrra sumar hafði þeim orðið sundurorða út af því, að Veiga hafði tekist á hendur að keyra stórann vörubíl í sumarfrí- inu og þaut svo í honum um allan bæ í hvítri vinnuskyrtu og bláum strigabuxum. Sumarið áður hafði hún tekið upp á því, að vinna í bílsmiðju við að þvo og hreinsa bifreiðar og eitthvað feng- ist við aðgjörðir í viðbót. Enda þótt manneklan væri mikil, hafði henni fundist það óþarft af Veigu, að gefa sig í þessháttar vinnu, og hún geta starfað að einhverju öðru, sem væri meira við hennar hæfi og kvenlegra fyrir stúlku í hennar stöðu. Og Veiga hafði svarað henni fullum hálsi og sagt að lokum: “Stundum held eg, að þig langi til að gjöra úr mér, einhvern hrærigraut af stásstofu hispursmeyjum 19. aldarinnar og ambáttum Austurlanda kvennabúr- anna, sem voru sviftar frelsi sínu og sitt upp á hvern hátt, seldar eins og fallegar skepnur til hæstbjóðenda. Konur þessa lands, mega ekki liggj3 á liði sínu, frekar en hermennirnir. og þeir eru ekki spurðir um, hvort þeim þyki það þægilegt, að yfirgefa atvinnu sína og ganga í herþjónustu, berjast svo og falla um allar jarðir. Og hún hafði ekki beðið eftir svari, heldur snarast út úr húsinu léttstíg, há og grönn, falleg og kven- leg á bláu buxunum. Rannveigu gömlu hafði sárnað I hún þoldi aldrei að heyra 19. öldinm hallmælt, öldinni sem hóf blys frels- ishugsjónanna svo hátt, að af þvl lýsti til ystu stranda. Jú, henni hafði sárnað við Veigu þá, — en nú þega1 hún hugsaði um þetta rólega, játaði hún með sjálfri sér, að hjónaböndin hefðu nú stundum verið kaupsamn- ingar. Það skall hurð nærri hælum, að hún yrði gefin á móti vilja sínum hæstbjóðanda. Og aftur hvarf hugur gömlu kon- unnar heim á fornar stöðvar. Sveitm hennar, breið og fögur blasti v1^ sjónum, böðuð í sólskini á yndisleg' um sumardegi. Hópar af ríðand’ fólki komu úr ýmsum áttum °S stefndu allir heim að Hlíð. Þetta val fyrsti sunnudagurinn, sem átti messa í nýju kirkjunni, sem nú val fullsmíðuð og máluð, innan og utan-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.