Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 128
106
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þetta mátti hún ekki hugsa nema gott
eitt um Veigu. Þetta blessað fallega
barn hafði oftast af öllum, kastað
gleði og ástargeislum inn í líf hennar
á síðari árum og lýst upp rökkurheim
elliáranna. Auk þess var hún svo lík
afa sínum, að útliti og í skapgerð,
að það var henni ósegjanleg gleði að
sjá persónuleik manns síns lifa áfram
í Veigu. Þessvegna unni hún Veigu
heitast allra sinna núlifandi vanda-
manna.
En stundum bar hún kvíðboga fyrir
því, að Veiga hefði ef til vill erft
fullmikið af djarfmensku og hrein-
skilni afa síns, og í viðbót við það,
var hún svo alin upp í þessu ótak-
markaða frjálsræði. Hún óttaðist
stundum, að Veiga yrði ein af þessum
æðandi mannvélum, sem tapaði sál
sinni út í veður og vind.
Og Veiga lét sér fátt um finnast,
þegar hún talaði um slíka hluti við
hana og reyndi að benda henni á
ýmislegt, sem Rannveigu gömlu fanst
óviðeigandi og brjóta um of í bága
við viðteknar siðvenjur. En Veiga
var djarfmælt, og stundum varð
gamla konan að viðurkenna sannleik-
ann í orðum hennar. f fyrra sumar
hafði þeim orðið sundurorða út af
því, að Veiga hafði tekist á hendur
að keyra stórann vörubíl í sumarfrí-
inu og þaut svo í honum um allan
bæ í hvítri vinnuskyrtu og bláum
strigabuxum.
Sumarið áður hafði hún tekið upp
á því, að vinna í bílsmiðju við að þvo
og hreinsa bifreiðar og eitthvað feng-
ist við aðgjörðir í viðbót. Enda þótt
manneklan væri mikil, hafði henni
fundist það óþarft af Veigu, að gefa
sig í þessháttar vinnu, og hún geta
starfað að einhverju öðru, sem væri
meira við hennar hæfi og kvenlegra
fyrir stúlku í hennar stöðu. Og
Veiga hafði svarað henni fullum
hálsi og sagt að lokum: “Stundum
held eg, að þig langi til að gjöra úr
mér, einhvern hrærigraut af stásstofu
hispursmeyjum 19. aldarinnar og
ambáttum Austurlanda kvennabúr-
anna, sem voru sviftar frelsi sínu og
sitt upp á hvern hátt, seldar eins og
fallegar skepnur til hæstbjóðenda.
Konur þessa lands, mega ekki liggj3
á liði sínu, frekar en hermennirnir.
og þeir eru ekki spurðir um, hvort
þeim þyki það þægilegt, að yfirgefa
atvinnu sína og ganga í herþjónustu,
berjast svo og falla um allar jarðir.
Og hún hafði ekki beðið eftir
svari, heldur snarast út úr húsinu
léttstíg, há og grönn, falleg og kven-
leg á bláu buxunum.
Rannveigu gömlu hafði sárnað I
hún þoldi aldrei að heyra 19. öldinm
hallmælt, öldinni sem hóf blys frels-
ishugsjónanna svo hátt, að af þvl
lýsti til ystu stranda. Jú, henni hafði
sárnað við Veigu þá, — en nú þega1
hún hugsaði um þetta rólega, játaði
hún með sjálfri sér, að hjónaböndin
hefðu nú stundum verið kaupsamn-
ingar. Það skall hurð nærri hælum,
að hún yrði gefin á móti vilja sínum
hæstbjóðanda.
Og aftur hvarf hugur gömlu kon-
unnar heim á fornar stöðvar. Sveitm
hennar, breið og fögur blasti v1^
sjónum, böðuð í sólskini á yndisleg'
um sumardegi. Hópar af ríðand’
fólki komu úr ýmsum áttum °S
stefndu allir heim að Hlíð. Þetta val
fyrsti sunnudagurinn, sem átti
messa í nýju kirkjunni, sem nú val
fullsmíðuð og máluð, innan og utan-