Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 132
110
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
söng þess. En aðeins náttúruradd-
irnar létu til sín heyra, og núna færðu
þær henni frið í huga.
Og þessa stundina var hún ein af
huldukonunum, sem vildi ekki láta
mennina sjá sig né vita um hugsanir
sínar. Hún hugsaði um þessar skrítnu
huliðsheima sögur og það, að allir
lifa meira og minna í huliðsheimum
hugans, og eiga þar ýmist, bjarta og
víða veröld, eða dimma og dapra
heima. Skáldin, sem kveðið höfðu
ásta- og ljúflingsljóð fyrir munn
huldufólksins, höfðu ort sér til hug-
arléttis, því ljóðabrotin voru seiðandi
og fögur, hreimþýð eins og streng-
leikar og töfruðu menn inn í dul-
kenda fegurðarveröld. Þessi ásta-
ljóð barna gróandans létu ljúft í eyr-
um. Ef hún hefði getað kveðið, þó
ekki væri nema eitt huldukonuljóð,
hefði það létt henni fyrir hjartanu,
en um það var nú ekki að ræða, og nú
loksins gat hún brosað. Hún var að
jafna sig og það hafði verið henni
hugfró, að koma í hamrakirkjuna og
hlusta á raddir jarðarinnar.
Nú treysti hún sér til að fara heim
og segja fólkinu fréttirnar. Um leið
og hún stóð á fætur, varð henni litið
inn í dálitla holu í bergstallinum, þar
lá brotin kúskel, sem einu sinni hafði
verið mikið djásn í hennar augum, og
hún hafði grátið sárt, þegar skelin
brotnaði, en svo hafði hún gleymt
henni. Hún tók skelina og vóg hana
í hendi sér og hugsaði: það sama
verður með kirkjusmiðinn, einn góð-
an veðurdag verður hann mér
gleymdur með öllu. En í sömu and-
ránni stóð hann í kirkjudyrunum og í
svip hans og augum las hún með
leifturhraða erindi hans. En hún
stóð þarna eins og frosin í sömu
sporum með kúskelina í hendinni og
svo miklum hjartaslætti, að hún
studdi sig upp við bergið. Augu
þeirra mættust og hann sagði lágt og
röddin skalf lítið eitt: “Rannveig.
eg er kominn til að biðja afsökunar á
því, sem eg sagði við þig í kirkjunni
í dag, um kvensætið og gestrisnina á
Felli. Ef þar getur ekki verið um
neina skuldskeyting að ræða, hefir
almanna rómurinn og svo margt, sem
presturinn gaf í skyn um trúlofun
ykkar, við ekkert að styðjast. En eg
hefi hagað mér eins og flón í alt sum-
ar og átti fyllilega skilið augnaráð-
ið, sem þú gafst mér í kirkjunni í
dag.”
En í kirkju huldufólksins höfðu
svo allar sakir þeirra á milli jafnað
sig. — -----
Þegar Veiga kom inn til hennar í
kvöld og kynti henni piltinn sinn,
höfðu augu þeirra ljómað, og hún
hafði horft á þennan unga mann á
sama hátt og afi hennar hafði horft á
hana í kirkjudyrunum í fellinu. Það
ljós vildi hún ekki, að neinn reyndi
vísvitandi að slökkva í augum Veigu-
Rannveigu gömlu varð litið a
klukkuna hún var að verða tólf, 1
sama bili byrjuðu gufuflautur borg-
arinnar að blása, árið var liðið og
annað byrjað. Hún tók Nýja-testa-
mentið af borðinu við rúmið sitt og
sló því opnu. Það var fastur siður
hennar á nýársnótt, og hún las nu
fyrstu orðin, sem mættu augum henn-
ar: “En þá er þetta þrent, trúin, von-
in og kærleikurinn varanlegt, en af
þessu er kærleikurinn mestur.”
Og gamla konan hugsaði: Þarna ei
svarið. Kærleikurinn er hámark líís'
ins og gengur í erfðir frá kynslóð til