Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 141
ÞINGTÍÐINDI
119
laginu lið með sama hætti, auk ágæts
stuðnings við mál vor í blaði sínu “Lög-
bergi”, og hið sama hefir ritstjóri
“Heimskringlu”, Stefán Einarsson, gert í
dálkum blaðs síns. Þykir mér hlýða á
þessum eyktamörkum í sögu félagsins
að þakka íslensku blöðunum marghátt-
aðan stuðning við mál vor á liðinni tíð.
Porseti hefir heimsótt þessar deildir
félagsins á árinu og flutt erindi á sam-
komum þeirra: — allar þrjár deildir þess
í Saskatchewan, ennfremur deildirnar i
N. Dakota, Selkirk, Árborg og Mikley.
Einnig flutti hann ávarp á samkomu
sambandsdeildarinnar “The Icelandic
Canadian Club” í Winnipeg og ræðu um
þjóðræknismál á stofnfundi Islendinga-
félagsins í Fargo og Moorhead. Með
bréflegum kveðjum af félagsins hálfu
hefir hann eins og að undanförnu unnið
að því að sameina hugi Islendinga um
nienningarerfðir þeirra og einnig aflað
allmargra nýrra félagsmanna, en fjár-
Tiálaritari gerir frekari grein fyrir þeirri
hliðinni á útbreiðslustarfinu í skýrslu
sinni. Þá hefir forseti flutt á ýmsum
stöðum ræður um íslensk efni og norræn
á ensku máli, svo sem á allsherjarmóti
norrænna manna í Winnipeg í júlímán-
uði, og skrifað greinar og ritdóma um
Þau efni í amerísk og canadisk rit.
islandsmynd félagsins hefir einnig á
árinu verið nokkur þáttur í útbreiðslu-
starfinu, þvi að séra Albert E. Kristjáns-
son hefir sýnt hana í bygðum íslendinga
a Vesturströndinni; ennfremur var hún
sýnd á samkomu sambandsdeildarinnar
Vísir” í Chicago. Liggja fyrir nokkrar
beiðnir um myndina, en hún hefir þegar
reynst oss mjög nytsöm gjöf og vinsæl
að sama skapi.
Ftœðslumál
A Þjóðræknisþinginu í fyrra var for-
aeta falið að skipa á ný milliþinganefnd
1 fræðslumálum. Skipaði hann stuttu
®lðar i þá nefnd sömu menn og konur, er
höfðu svo ötullega og farsællega unnið
^ð þeim málum árið áður og tóku þau
011 kosningu. Er nefndin því þannig
skipuQ; Mrs. Einar P. Jónsson, formaður;
smundur P. Jóhannsson, Mrs. S. E.
íörnsson, Sveinn Thorvaldson og Miss
Vilborg Eyjólfsson. Hefir nefndin, eins
og vænta mátti, unnið dyggilega áfram
að því að skipuleggja íslenskukensluna,
koma henni á sem traustastan grundvöli
og efla hana sem allra víðast i bygðum
vorum. Er þar um að ræða það grund-
vallarstarf í félagsskap vorum, sem
löngu fyrri skyldi hafa unnið verið.
Hefir það þegar sýnt sig, að happa- og
framtíðarspor var stigið með útvegun
hinna flokkuðu kenslubóka heiman af
Islandi, sem nefndin aflaði sér með að-
stoð stjórnarnefndarinnar, og þegar hafa
hlotið mikla útbreiðslu. — Nutum vér
og þar, sem oftar, drengilegrar samvinnu
Þjóðræknisfélagsins á Islandi.
Laugardagsskóli félagsins I Winnipeg
hefir verið starfræktur með sama hætti
og áður, við allgóða aðsókn, en þó hvergi
nærri eins mikla og hann á skilið, jafn
ágæt kensla, og ókeypis ofan í kaupið,
sem þar er á boðstólum. Ættu íslenskir
foreldrar að sjá sóma sinn í því að senda
börn sín þangað til íslenskunáms. Þessir
hafa verið kennarar skólans í ár: Mrs.
Einar P. Jónsson, skólastjóri; Mrs. H. F.
Danielson, Mrs. Baldvin Einarsson og
Miss Vordís Fridfinnsson, en Ásmundur
P. Jóhannsson hefir, sem um undanfarin
áratug, haft aðalumsjón með skólanum.
Mrs. Danielson hefir einnig, eins og áð-
ur, æft börnin í íslenskum söng, með að-
stoð Mrs. S. B. Stefánsson. Skuldar fé-
lagið kennurum skólans og öðrum
stuðningsmönnum hans ómælda þökk
fyrir árvekni og ósérplægni þeirra í
þessu mikla nytsemdarstarfi í þágu fé-
lagsins.
Þar sem um jafn viðurhlutamikinn
þátt er að ræða i starfsemi félagsins,
ber einnig að fagna því og þakka það,
að ýmsar deildir þess, svo sem í River-
ton, Árborg, Mikley, Selkirk og N.
Dakota, halda uppi íslenskukenslu, sum-
ar með ágætum árangri. Á íslensku-
skóla hinnar nýju deildar að Gimli eru
t. d. á annað hundrað nemendur. —
Deildin i Argyle hefir tekið þetta þarfa
mál upp á starfskrá sína.
Skýrsla milliþinganefndar í fræðslu-
málum greinir annars nánar frá við-
leitninni á því sviði. Þó vil eg eigi á