Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 171
ÞINGTÍÐINDI
149
hjartarætur. Erum vér þess fullviss að
ahrif hans muni verða fólki voru hér
vestan hafs til mikillar og varanlegrar
hlessunar.
5. Vér leggjum til að 5 manna milli-
þinganefnd, er fjalli um samvinnumál-
ln við ísland á árinu, sé skipuð af for-
seta.
V. J. Eylands
Sveinn Thorvaldson
G. L. Jóhannsson
Soffanías Thorkelsson
G. J. Oleson
Ásgeir Bjarnason lagði til, H. Hjalta-
hn studdi, að nefndarálitið í heild sé
samþykt. Séra Egill H. Fáfnis gjörði
hreytingartillögu um, að þingnefndar
álitið sé athugað lið fyrir lið, er Eldjárn
Johnson studdi. Breytingartillagan feld
en nefndarálitið í heild samþykt með
því að þingmenn stóðu á fætur, og mál-
ið með því afgreitt.
Nefndin var skipuð síðar á árinu.
Utbreiðslumál, framsögumaður séra
Philip M. Pétursson.
Útbreiðslumálanefndarálit
Við undirrituð, sem útnefnd vorum til
Pess að semja álit til íhugunar á þing-
lnn um útbreiðslumál, leyfum okkur:
. Að leggja til að þingið lýsi ánægju
sinni yfir miklu og vel unnu starfi, sem
°rseti og framkvæmdarnefnd Þjóðrækn-
lsfélagsins hefir unnið á síðastliðnu ári,
stofnun fleiri deilda en á nokkru
°ðru ári síðan að félagið var stofnsett;
^áeð aukinni félagatölu; með ritgerðum
stuðningi kenslumála sem góðan á-
j °xt hefir borið, sérstaklega út um bygð-
ið ^ð^remur leggur nefndin til að þing-
tjái íslensku blöðunum Heimskringlu
högbergi, þakkir fyrir veitta velvild
? stuðning þjóðræknismála á árinu, og
1 mu “Icelandic Canadian” fyrir ágæta
arnmistöðu meðal yngri islendinga.
2- Að leggja til að þingið lýsi ánægju
^ nni yfír vaxandi áhuga fyrir íslensku-
^ nslu á árinu, og feli væntanlegri
ke °rnarnefnd að gangast fyrir, að sú
nsla sé aukin og efld í sem allra
flestum bygðum íslendinga. Ánægju-
legt sé að aðstæður hafi mikið batnað
með því að fengist hafa nothæfar kenslu-
bækur frá íslandi, og að stjórnarnefnd-
inni sé falið á hendur að gangast fyrir
að útvega það af þeim eintökum sem út-
seld eru orðin, til þess að enginn hnekkir
verði á þeim framförum sem hafa orðið
í íslensku kenslu.
3. (a) Að leggja til að þingið feli
stjórnarnefndinni að styðja deildar-
starfsemina eftir megni og veita deild-
um aðstoð og hjálp til að ferðast á meðal
deilda þeim til leiðbeiningar og hjálpar
á hvern þann hátt sem heppilegt þyk-
ir, hvort sem er, með fyrirlestrum, leið-
beiningum, barnakenslu eða öðru.
(b) Einnig leggur nefndin til að
þingið hvetji deildir út um bygðir að
halda sameiginlega fundi i útbreiðslu-
skyni eins og sumstaðar hefir verið gert
og reynst vel.
4. Einnig leggur nefndin til að þing-
ið feli væntanlegri stjórnarnefnd á
hendur að leggja sérstaka áherslu á
stofnun enn fleiri deilda og að auka
meðlimtölu deildanna og aðalfélagsins.
Winnipeg, 23. febrúar 1944.
Philip M. Pétursson
Marja Björnson
Páll Guðmundson
Sigurður Johnson
S. V. Sigurdson
Haraldur Ólafsson lagði til, Árni
Brandson studdi, að álitið sé rætt lið
fyrir lið. Samþykt.
Fyrsti liður samþyktur.
Annar liður sömuleiðis.
Þriðji liður samþyktur.
Fjórði liður samþyktur.
Nefndarálitið í heild samþykt.
Herra Árni Eggertsson lögfræðingur
og erindreki frá sambandsfélaginu The
Icelandic Canadian Club, var nú kominn
til þings og bauð forseti hann velkom-
inn og bað hann að flytja skýrslu frá
félagi sínu. Gjörði Árni það. Sagði all-
rækilega frá starfi The Icelandic Can-