Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 38
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA svipmerkjast af einlægni og tilfinn- ingadýpt, eins og lýsir sér hvergi fremur eða betur heldur en í fyrsta kvæðinu til heitmeyjar hans og konuefnis, er hefst á ljóðlínunum: Ég fer ei með lygi, fals eða tál: Nú fyrst ég veit, hvað er ást. Og honum var það vel ljóst, hver gæfa honum hafði fallið í skaut með því að eignast slíka afbragðskonu að eiginkonu, og hver förunautur hún myndi verða honum á lífsins leið, því hann segir í öðru kvæði til hennar: Mín ástmey, mín vina, þú lukka míns lífs, sem lofa mér þorðir þér sjálf til vífs. Ég undrast það magn, sem í æsku þú ber, þig elskar og dáir hver vitund í mér. Hver afltaug, hver neistinn í anda mínum fær eld sinn og næring í kærleik þínum. f>ú ljúfi frumgróður vaknandi vors, þú vekur til manndáðar, starfs og þors. Og það skal verða mér þýðingarmætt: í þínu merki er sumarið fætt.----- Sá dagur, er fyrst ég þig faðmaði bjarta, var fyrsti sumardagur míns hjarta. Þá er heldur ekki erfitt að skilja það, hver harmur honum var kveð- inn með missi hennar á miðju ævi- skeiði, eins og horfið verður að síðar í þessari aldarminningu hans. Náttúrukvæði Hannesar Hafsteins eru bæði myndauðug og þróttmikil. I þeim lýsir hann fjölbreyttri nátt- úrufegurð íslands, fossum og fljót- um, fjöllum og sveitum, með lit og lífi og með því fjöri, sem sprottið er af sannri ást og hrifningu á við- fangsefninu. Sík kvæði hans eru ósjaldan í rauninni sérstæðar og svipmiklar ferðalýsingar í ljóðum, málaðar djörfum dráttum. Lýsing hans á Skagafirði hittir sérstaklega vel í mark, tilbreytingamiki'l og myndrík svo að af ber. Dr. Ágúst H. Bjarnason hefir í ágætri grein um „Skáldið Hannes Hafstein" (Iðunn. jan. 1917), rétti- lega bent á það með mörgum dæm- um, hvert grundvallaratriði það sé í kvæðum hans „að lýsa náttúrunni sem mey og jafnvel sjálfri meynni og ástum hennar sem hvers konar náttúrufyrirbrigði", og að það komi hvergi jafn fagurlega fram eins og í kvæði skáldsins „Af Vatnsskarði“, þar sem hann lýsir föðursveit sinni, Skagafirði. Það er hverju orði sann- ara. Óhætt mun þó mega segja, að hvergi sé meyjarmyndin í náttúru- kvæðum Hannesar samfelldari eða glæsilegri heldur en í þessari sólar- lagslýsingu hans: Með slegið gullhár gengur sól að gleðibeð með dag á armi, og dregur gljúpan gullinkjól að glæstum, hvelfdum móðurbarmi, og breiðir hann við rekkjurönd og roðnar, er á beð hún stígur, og brosi kveður lög og lönd og ljúft í Ægis faðm svo hnígur. Hreimfagurt og tilþrifamikið að sama skapi er hið margdáða kvæði hans um Gullfoss, og svipað má segja um kvæði hans „Við Geysi“, þó þar kveði nokkuð við annan tón, hrifningarandinn ekki eins væng- fleygur, en raunsæið og ádeilan þeim mun beinskeyttari. „Við Vala- gilsá“ er einnig stórbrotið kvæði, myndir þess römmum rúnum ristar, en í lokaerindinu brýzt karlmennska skáldsins fram á minnisstæðan hátt. Ferðakvæði Hannesar og aðrar náttúrulýsingar hans bera víða róm- antískan blæ, og gætir hins sama i orðavali þeirra; annars staðar í þeim verður raunsæið yfirsterkara, eins og þegar hefir verið vikið að, en þ° hvergi fremur en í hinu áhrifamikla kvæði hans „Niðaróður", er segir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.