Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 47
JÓLAGULL
29
þér, unz fylkir hingað fótum gengur.
Kerl. (yfirkomin): En sú dýrð.
Alrnáttugur. Heyrðir þú, karl, hann
þéraði okkur? — Vér eins og oss
vasri orðin hirð?
Karl: Æ, haltu þér saman, kona,
°g láttu kóngs manninn tala.
Merk.: óþarft að eyða hirðorðum
a þessi tvö. Eins og ég segi, hér
sitjið þið eða standið og farið hvergi
an kóngs leyfis.
Kerl.: Þó maður hlýddi nú bless-
uðum kónginum. Það hastar sosum
ekki um rnann hérnana. (Sezt í ann-
a hásætið). Lifandi undur eru stól-
hinurnar mjúkar.
Merk.: Þetta er hásæti. Þar má
enginn sitja nema kóngar og drottn-
nigar. Hver annar sem þar sezt, á
a hættu að fá brenndan rass eða
n^issa höfuðið. Það eru hirðsiðir. En
y?rra bíður þeirra, sem ekki hlýða
(^num. Munið það, kotungar.
Kerl. (hrekkur úr sæti): Hásæti.
þar sat oss. Alvaldur Gullvaldur
yrirgefi vor — vér — oss. En ein-
Vern tíma situr Þórása okkar þar.
Karl: Það vonar maður, að aldrei
komi fyrir.
Kerl.; Nær væri þér að læra sög-
hUa en vona hana o’ní skítinn. Til
^Vers heldurðu að kóngurinn hafi
egert okkur hingað í sjálfa Gull-
se r)na’ það á jólunum, og látið
o n^^nn þéra okkur í tilbót, eins
g nvert annað hirðfólk?
seivn^ ^eyrðir hvað kóngs-
fa r* ^nn sagði um hvernig hér er
vísí me® menn í báða enda. Eins
h að eigi bara að slá okkur af.
karlfa^” k^U^Va^Ur Þer’
^arh Annað er kóngum betur gef-
ið en að fyrirgefa. Já, fauskur er ég,
og orðinn lítt fær til leirburðar, og
hef séð höfuðin fjúka af mér betri
mönnum.
Kerl.: Uss, uss, maður. Sagan segir
það blátt og beint, einu sinni var —
Karl: Andskotann er að marka
þann þvætting?
Kerl.: Gullvaldur fyrirgefi þér
munnsöfnuðinn hér í hans allra
helgasta; og komið að helgustu
stund.
Karl: Það er nýtilkomið að biðja
Gullvald um fyrirgefningu synd-
anna. Allt að þessu hafa guðirnir
verið einir um þá fyrirgefningu.
Kerl.: Það var nú þá, áður en
kóngurinn okkar skapaði gull úr
moldinni. Svo almáttugur hefur
enginn guð verið.
Karl: Og það held ég nú, að til
hafi verið gull fyrir daga Gullvalds.
Kerl.: Jú-jú. Dulitlar bévaðar
ekkisins agnar-körtur á víð og dreif,
lengst nið’rí jörðinni — segir sag-
an; og aldrei nóg til neins. En í gull-
suðunni ku það flæða eins og mjólk-
in úr snemmbærri kú og storkna
eins og mysuostur.
Karl: Ætli guðirnir viti ekki, að
blessaður mjólkurdropinn er hollari
og betri til manneldis en gullið?
Gullvaldur er það, en ekki guðirnir,
sem sendi leirberana í hagaskikann
hennar Greppilhyrnu okkar til að
flá jarðveginn og koma moldinni í
gullgípuna, svo dropinn dettur úr
blessaðri skepnunni. Næst fara helin
í garðholuna okkar. Hvað ætlarðu
okkur þá til matar?
Kerl.: Alltaf ertu við sama hey-
garðshornið, allur í matnum, hefur
magann fyrir þinn guð, en hunzar
það, sem dýrmætast er, blessað gull-