Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 49

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 49
JÓLAGULL 31 Þrífur í kerl. og hristir hana): Slát- ur og svið, magáll og bringukollur, lundabaggi og sperðill, súr svið og pottbrauð og skyr og rjómi. Kerl.: Ha? — Hvað? Er fþá matar- ^yggjan búin að gera iþig snar- hringa-vitlausan? Karl: Ég er að hugsa um kónginn, en ekki mig. Spekingurinn segir, að Gullvaldur sé bráðvitlaus í allan kotmat, og við ættum að leggja það góðgæti til veizlunnar, vegna henn- ar Þórásu okkar. Kerl. (inn á sviðið): Er þetta satt, herra spekingur? Ali: Sannara sögunni, sannara gullkertum gylfa. Veit og kóngur vor vandaðri mat í koti karls en kóngs í ranni. Kerl.: Allt veit blessaður kóngur- iun. En það er eins og það er vant rueð ykkur karlmennina. Þið grípið aavinlega í rassinn á tímanum. Þarna stendur þú eins og þvara, þó kóngs- ins matur og kotsins heiður liggi við. (Þrífur 1 karl. Þau út til hægri á hlaupum. — Músík). Karl: (kallar): Þú passar hana Þór- ásu okkar. Ali: Riáð eigum vér undir rifi hverju. — Mikill er matarins máttur. Merk. (inn með Goðvalda og Þór- ásu); Hér bíðið þér búinnar veizlu. Goðv.: Skipar þá sendill syni kóngs samastað? Merk.: Svo skipar sjóli, en sendill eigi. (Til Ali). En hvar er nú komið kotungshj ónum? Ali: Vís eru þau, en viðstödd eigi. Fara má fljótstígur fylkis erinda. Merk.: Vel segist vitring. — í vændum á sendill, að sendast og hendast í hundrað áttir. (Út). Ali: Mikill kennari er Rísóríus. Þórása: Hvar er pabbi og mamma? Þau komu með mér hingað. Ali: Heil eru þau og heim komin, í kotsæld úr kóngshættu. Hér vofir yfir vá og vandi, harmur, hel, allar heimsins píslir. Ráð vort er, þið á rás takið og hverfið heim í kotið góða, héðan frá galdri gullkerta. Goðv.: Hvaðan er fróðum frétt sú komin? Ali: Svo hafa stjömur stafað letri, á himinhvolf og hyldjúp Mímis. Goðv.: Deilum vér ei á dulspeki, en heimtum rök rekin að slíkum rammaslag. Þórása: Mig svimar. Allt þetta gull og gimsteinastáss er að blinda mig. Ég skil ekki hvað sagt er. Má enginn tala á móðurmálinu í gull- höll? — Æ, mér er að verða illt. Goðv.: ósköp er að sjá þig, elsk- an mín. (Leggur arminn um hana). Þórása (veikum róm): Það líður frá, ef þú talar í einföldum orðum og tekur mig út héðan, úr gullinu. Ali: Þannig fölnar og ferst ein- lægnin og ástin í Gullhöll. Hingað kemur kotmey, hress og heil að morgni. Að kvöldi er hún liðið lík. Goðv.: Nei, nei. Ekki hún Þórása. Ali: Og hver verða þá afdrif jóla- barnsins, er höllin skal lýst upp með gullljósum, honum til dýrðar? Goðv.: Gullkertin. Engin hætta stafar af þeim. Þau gerðu alkemist- ar. Ekki feilar þeim. (Þórása fellur í ómegin í faðm hans). Æ, er ástin mín að deyja? Ali: Nei, ekki enn. Berið hana inn í fíflstúkuna. Þar mun hún rakna við. Á meðan fáið þér hlýtt á mál al- kemista um náttúru gullkertanna. Ekki rengið þér orð þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.