Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 49
JÓLAGULL
31
Þrífur í kerl. og hristir hana): Slát-
ur og svið, magáll og bringukollur,
lundabaggi og sperðill, súr svið og
pottbrauð og skyr og rjómi.
Kerl.: Ha? — Hvað? Er fþá matar-
^yggjan búin að gera iþig snar-
hringa-vitlausan?
Karl: Ég er að hugsa um kónginn,
en ekki mig. Spekingurinn segir, að
Gullvaldur sé bráðvitlaus í allan
kotmat, og við ættum að leggja það
góðgæti til veizlunnar, vegna henn-
ar Þórásu okkar.
Kerl. (inn á sviðið): Er þetta satt,
herra spekingur?
Ali: Sannara sögunni, sannara
gullkertum gylfa. Veit og kóngur
vor vandaðri mat í koti karls en
kóngs í ranni.
Kerl.: Allt veit blessaður kóngur-
iun. En það er eins og það er vant
rueð ykkur karlmennina. Þið grípið
aavinlega í rassinn á tímanum. Þarna
stendur þú eins og þvara, þó kóngs-
ins matur og kotsins heiður liggi
við. (Þrífur 1 karl. Þau út til hægri
á hlaupum. — Músík).
Karl: (kallar): Þú passar hana Þór-
ásu okkar.
Ali: Riáð eigum vér undir rifi
hverju. — Mikill er matarins máttur.
Merk. (inn með Goðvalda og Þór-
ásu); Hér bíðið þér búinnar veizlu.
Goðv.: Skipar þá sendill syni
kóngs samastað?
Merk.: Svo skipar sjóli, en sendill
eigi. (Til Ali). En hvar er nú komið
kotungshj ónum?
Ali: Vís eru þau, en viðstödd eigi.
Fara má fljótstígur fylkis erinda.
Merk.: Vel segist vitring. — í
vændum á sendill, að sendast og
hendast í hundrað áttir. (Út).
Ali: Mikill kennari er Rísóríus.
Þórása: Hvar er pabbi og mamma?
Þau komu með mér hingað.
Ali: Heil eru þau og heim komin,
í kotsæld úr kóngshættu. Hér vofir
yfir vá og vandi, harmur, hel, allar
heimsins píslir. Ráð vort er, þið á
rás takið og hverfið heim í kotið
góða, héðan frá galdri gullkerta.
Goðv.: Hvaðan er fróðum frétt sú
komin?
Ali: Svo hafa stjömur stafað letri,
á himinhvolf og hyldjúp Mímis.
Goðv.: Deilum vér ei á dulspeki,
en heimtum rök rekin að slíkum
rammaslag.
Þórása: Mig svimar. Allt þetta
gull og gimsteinastáss er að blinda
mig. Ég skil ekki hvað sagt er. Má
enginn tala á móðurmálinu í gull-
höll? — Æ, mér er að verða illt.
Goðv.: ósköp er að sjá þig, elsk-
an mín. (Leggur arminn um hana).
Þórása (veikum róm): Það líður
frá, ef þú talar í einföldum orðum
og tekur mig út héðan, úr gullinu.
Ali: Þannig fölnar og ferst ein-
lægnin og ástin í Gullhöll. Hingað
kemur kotmey, hress og heil að
morgni. Að kvöldi er hún liðið lík.
Goðv.: Nei, nei. Ekki hún Þórása.
Ali: Og hver verða þá afdrif jóla-
barnsins, er höllin skal lýst upp með
gullljósum, honum til dýrðar?
Goðv.: Gullkertin. Engin hætta
stafar af þeim. Þau gerðu alkemist-
ar. Ekki feilar þeim. (Þórása fellur í
ómegin í faðm hans). Æ, er ástin
mín að deyja?
Ali: Nei, ekki enn. Berið hana inn
í fíflstúkuna. Þar mun hún rakna
við. Á meðan fáið þér hlýtt á mál al-
kemista um náttúru gullkertanna.
Ekki rengið þér orð þeirra.