Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 54
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hærri. (Dregur ýsur. — Nokkrir líf- verðir taka Ali út með sér. — Frá múg berst háreysti og kórsöngur, „Verði ljós“). Rís. (kallar hátt): Hver má kveikja á kertum gullsins? Gullv. (hristir sig): Því hefur sendill vor umsjá yfir. Hvort förl- ast sjón eða fækkar liði? Heyrum vér lýð hylla, en hirð þögla? Skáli nú allir og glaðir gerizt. Gumar og kvinnur þambi minni hilmis síns og hetju skálmar. Mæli það fram mál- fróður meistarinn kjaftóður, kúnst- lærður kapílán. Kapílán: Það er oss ósegjanleg æra og ánægja að vera einn allra útvalinn til að flytja minni hans há- tignar, konungs vors, Gullvalds. Og maklegt er valið og viturlegt sem önnur ákvæði vors alráða konungs konunganna. Ræður hann jafnt í efra sem neðra, en vér erum með- algangarinn milli heims og him- ins. Utan þess höfum vér af mikl- um og meistaralegum lærdómi störf- um starfað og rúnum rist ofurafrek Gullvalds konungs, í ódauðlegar kroníkur Undralands vors. Eru þær bækur snilldarlega samdar og hinar gullvægustu heimildir. Rís.: Hvort mælir meistarinn fyr- ir minni kóngs eða kapíláns? Kap.: Og eru téðar kroníkur hin dýrmætustu andleg menningar- verðmæti, er lýsa munu alþjóð um ókomnar aldir fram. Og vitnum vér í þau ágætu rit um herferðir hans hátignar, konungs vors, Gullvalds, þá er hann fór sigri hrósandi um heim allan. Á þeim krossferðum, í þágu kærleiks og menningar, drap hann og máði út af jörðinni allt ill- þýði. Meinleysingjum skipaði hans hátign í þræla-sveitir, er síðar báru leir og byggðu Gullborg. Safnaði konungur einnig góssi miklu, merk- um dýrgripum, gulli og gimsteinum. Eigi sást hilmi vorum yfir hin and- legu menningarverðmæti. Á þau var hann fundvís og hafði heim með sér, í ódauðlegum sálum alkemista, stjörnu- og dulspekinga. Og ber gull- suðan óræk merki forsjár konungs- ins í þessum efnum. Eigi verður Gullvalds full flutt né drukkið, án þess að nefnd sé gullsuðan, hið mesta kraftaverk manna og guða. En svo kunnugt er alþjóð um þetta, að ekki tekur orðalengingum. Annað merkilegt og mikilvægt af- rek konungs vors er ókunnara en skyldi. Vottar það þó fagurlega um meiri stjórnvizku en öðrum guðum og mönnum er gefin. Dæmum vér réttmætt og tímabært að víkja að þessu atriði á helgri kærleikshátíð vorri. Oss er í hug kraftaverk það, er konungur vann á kærleikanum, sem frá ómunatíð hafði flækzt um mannheim, stjórnlaus og stefnulaus- ari höfuðskepnunum. Þennan vill- ing, sem sé kærleikann, tók Gull- valdur og tamdi hann til hlýðni og þegnhollustu. Ætla mætti, að þegn sá hefði lítið að starfa á Undra- landi, sem flýtur í mjólk og hun- angi. Þá er tíðarfarið ekki amalegt. Sól um daga. Skúrir um nætur. Ein er árstíð í landi voru, og aðeins ein. Hún er hásumar. Þá eru jólin. Vitum vér ei annan guð né mann en Gull- vald konung, er skapað gæti börn- um sínum skort í slíku og þvílíku gósenlandi. En ekkert er konungi vorum, Gullvaldi, ómögulegt. Fyrir stjórnvizku hans skortir allmikinn hluta þjóðarinnar fæðu, klæði og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.