Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 55
JÓLAGULL
37
húsnæði. Vekur sá skortur og eflir
kærleikann og víkkar verksvið hans,
og er því hið dýrmætasta menn-
ingarverðmæti. Þá er það fagurlega
táknrænt, að á friðarins og kær-
leikans hátíð hefur konungur vor
skipað svo fyrir, að gullljús logi hér
í nótt. Er það hin óumræðilegasta
brennifórn, er sögur fara af. Fyrir-
fram verður ekki væntanlegum
ljóma lýst. Þó viljum vér benda á
hendingar úr spámannlegu og þrótt-
miklu kvæði, er vér ortum, þá er
konungur vor krýndi oss lárviðin-
um, og hljóða þannig:
Fölnar sól,
fölvast máni,
brennur blástirni
í blossum Gullvalds.
Meta skal hvern, sem hann mark
hittir, segir í fornum fræðum. Og er
konungur vor meiri en guða maki
í boglistinni, og jafn snjall, hvort
hann ber ör að streng til ásta eða
aldurtila. Svo segir í sögu guðanna,
að Kúpídos sé þeirra markvissastur.
Vita þó helgir menn og sekir, að
hann hittir ekki ætíð í rétta mark-
ið. En þar skeikar konungi vorum
hvergi. Fagurt vitni þess er hennar
hátign, hin glæsilega og rósfingraða
Donna drottning vor, ekki síður en
veiðiför konungsins í dag. En af
henni höfum vér þá frétt, að fallið
hafi fyrir örvum hans hátignar
hundrað hreinar hyrndir og sjö tug-
ir svína villtra . . .
Tjaldið.
Stökur
Oft, ef gefst frá önnum hlé,
ærið margt er hjalað,
þó er eins og ávallt sé
ósagt fleira en talað.
xxx
Stakan breytir angri í yndi,
er hún fyllir hugans tóm —
eins og lítið lauf í vindi
leiki sér við hagablóm.
X.