Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 63
SÉRA BJARNI GIZURARSON
45
Tvö erindi (3.-4.) úr „Vísu um
Mjóafjarðar kosti“ hafa verið prent-
uð í íslands þúsund ár, en allt kvæð-
ið er 8 erindi, undir sálmalagi[nu?]
Hér mætti við bæta öðrum tveim
(5.-6.):
5. Margur úr Mjóafirði
maðurinn dregur að sér
beinfeitanna byrði,
sem bezt í maganum fer;
skötu og þorskinn þétta
þiggja margur vann.
Hlýri og lúran létta
er lögð fyrir ábaggann.
Æta föngin fögur og neyt
farnast löngum þeirri sveit,
eg veit af öngum aflareit
sem er til jafns við hann.
6. Séð hef eg sveitir fegri
Suðurlandi á
þær hafa þó magann megri
(margan?)
en Mjóafjörður sá.
Raup og rembititlar
rífka öngvan stað,
slíkt eru leigur litlar,
þó leggist maganum að.
Betri er nægð en brúkið leitt
og bjargar hægð í öllu veitt
að sitja í lægð með fleskið feitt
fjörinu líknar það.
„Séð hef eg sveitir fegri, Suður-
landi á,“ segir skáldið hér, og hefir
hann kynnzt þeim, þegar hann var
í Skálholtsskóla. Þar, eða eftir minn-
ingum þaðan, hefur hann þá ort
„Flóabrag“, „með nokkrum gömlum
erindum,“ en líklegt er að skens um
Flóafífl hafi löngum legið í landi þar
1 sveitum, fyrir utan Flóann sjálfan.
Bragurinn hefst svo:
1. Finnst sá siður Flóanum í
fráskildir eru góðir menn því,
sem hinn kímni kvað,
kunnum ei við það
hinir sem voru vestan að.
— Og margt er sér til gamans
gert.
Kvæðið er allt prentað í Kvæðum
Stefáns Ólafsson I, 179-84. Það end-
ar á því, er Flóamenn fara hver heim
til sín með stóra griðungssin fyrir
keyri.
„Ofdrykkju ávextir inter pocula“
fylgja Flóamanna brag í handriti
Bjarna, 8 erindi, en gefið út sem
partur af „Ölkvæði“ í Kvæðum Stef-
áns Ólafssonar I, 339-43. Páll E. Ól.
(Menn og Menniir IV, 680) telur, að
kvæði þetta, Krúsar lögur/kveykir
bögur sé raunar eftir séra Ólaf Ein-
arsson, föður Stefáns — en þó lík-
lega að undanteknum kafla séra
Bjarna: Einn er keikur/annar veik-
ur/ítum hjá. Færast reykur/augu
á./Lúinn og bleikur/líkt sem kveik-
ur/lyknast til og frá./Inter Pocula.
„Um heilbrigt húsgangsfólk, vísa,“
heitir næsta kvæði og byrjar svo:
Heyin fúna hjá oss öll
hríðum mæta fyrr og síð.
Slegin krúna væn um völl
víða blotnar þessa tíð.
Þá taka við sex vísur um þorra;
er þorri manngerður í þeim öllum.
I. Um viðtöku þorra í byggðum.
1. Kominn er enn með kollinn grá
kampa og skeggið víða til lýða
þorri bóndi og þrællinn hans
þungan hafa á klárnum fans
og sekki síða.