Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 82
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
ar, svo sem lög um skólaskyldu og
umferðarreglur á götum og þjóðveg-
um o. s. frv., svo eitthvað sé nefnt.
Eins heimullegt mál og hvaða nöfn
foreldrar gefa börnum sínum, getur
naumast komið undir þessar greinir
laganna, hversu langt sem er leitað,
og glæpur er það áreiðanlega ekki.
Eins og sjá má af framanskráðu,
eru þessar hugleiðingar hvorki með
eða móti upptöku ættarnafna. En
vorkunn er það bæði og nauðsyn
þeim, er erlendis dvelja langvistum,
þótt þeir taki föst nöfn fyrir sig og
niðja sína. Og er það þá sanngjarnt
eða samboðið einstaklingsfrelsinu að
þvinga þetta fólk til að breyta um
nöfn, ef það skyldi flytja aftur heim
til föðurlandsins? Og enn síður virð-
ist það virðingu ríkisins samboðið,
að krefjast þess, að útlendingur, sem
veitt eru borgararéttindi, breyti
nafni sínu, ef hann að öðru leyti
hefir fullnægt öllum þeim skyldum
um búsetu og hegðan, sem krafizt er.
Æskilegast væri, að eitthvert sam-
komulag gæti komizt á um þetta
nafna-ástand. En kúgunarlög eða
bannlög eru ekki lýðfrjálsri þjóð
samboðin. Menntamálaráð ætti að-
eins að hafa tillögurétt um skírnar-
nöfn, og skyldu framkvæmdir fald-
ar kennurum og prestum, en úr-
skurðarvaldið skyldi þó ávallt hvíla
hjá foreldrunum. Ættarnöfn mætti
ákveða með almennri atkvæða-
greiðslu, segjum á tíu ára fresti, eða
á einhvern annan þann hátt, er sýnt
gæti almennan vilja landslýðsins.
Öðru máli var að gegna um okk-
ur hér vestra. Okkur var slöngvað
inn í þjóðfélag, sem ekkert þekkti
annað en föst ættarnöfn. Það hefði
víst reist augabrúnir siðferðispostul-
anna ensku, ef þeir hefðu heyrt, að
Jón Sveinsson og Sigríður Árnadótt-
ir byggðu eina sæng eins og hjón.
Við vorum rekin eins og sauðfé í
rétt og skrásett á innflytjendalistan-
um eins nálægt enskri stafsetningu
og komizt varð. En eins og allir vita
eru 33 stafir í íslenzka stafrófinu,
sumir að vísu óþarfir, en aðeins 26
í því enska, og sumir þeirra líka
ónauðsynlegir. Enska stafrófið á
enga skerpta (accented) hljóðstafi,
svo sem á, í, ó, ú, ý, o. s. frv. né
heldur ð eða þ. Þessa stafi varð því
að fella úr eða hliðra til samkvæmt
enskunni. Varð þá S oftast að d og
þ ávallt að ih. Ekki er heldur til
hreint u-hljóð í ensku máli. Af því
leiddi, að u fær annað hvort ú eða ö
hljóð. Guðmundsson breyttist í
Goodmanson eða Goodman og nöfn,
sem byrja eða enda á Gunn, eru bor-
in fram með ö-hljóði eins og u í
enska orðinu Gun (byssa). Til þess
að ná einum íslenzkum staf eða
hljóði verður enskan að hrúga sam-
an mörgum stöfum. Þannig er orðið
þó í íslenzku stafað ihough í ensk-
unni.
En þetta var aðeins byrjunin. Þeg-
ar út 'í dagleg störf og samfélag kom,
kastaði fyrst tólfunum. Drýldnir og
ómenntaðir verkstjórar skelltu
hvaða nöfnrnn, sem þeim þóknað-
ist, á verkamennina, sem oft og tíð-
um gátu litla hönd borið fyrir höfuð
sér á ensku máli. Ekki tók heldur
betra við fyrir vinnukonunum. Hús-
freyjurnar gáfu þeim ný nöfn, —
Guðný varð að Gwen, Björg að
Bertha, Auður að Aida, Sigríður að
Sarah og Guðrún að Grace, þegar
bezt lét. Öldruð kona, sem við hjón-